Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Á Íslandi viðgengst kvenfyrirlitning og kynþáttafordómar

Krist­ín Lofts­dótt­ir, pró­fess­or í mann­fræði, svar­ar því hvað við sjá­um á mynd­um frá Vest­manna­eyj­um þar sem Edda Falak var gerð að svartri tröllskessu, auk þess sem geng­ið var um með tröll í hefð­bundn­um klæð­um karl­manna í Kat­ar.

Á Íslandi viðgengst kvenfyrirlitning og kynþáttafordómar

Ef við setjum umræður um hin svokölluðu tröll í þrettándagleði ÍBV í samhengi við kynþáttafordóma virðast þær endurspegla svipuð mál sem hafa átt sér stað á undanförnum árum þegar birtingarmyndir rasisma hafa verið gagnrýndar í íslensku samfélagi. Við sjáum þannig að einhverju leyti svipuð þemu í viðbrögðum ólíkra aðila við þessu máli, það er að rasismi hafi ekki verið áætlunin; að þetta séu ekki fordómar og að fólk eigi ekki að vera svona hörundsárt. Mikilvægur þáttur í rasisma á Íslandi hefur einmitt verið að staðsetja landið utan við sögu kynþáttafordóma, en hér og erlendis aðskilur fólk sig einnig oft frá fordómum með því að reyna að smætta þá í viðhorf eða ásetning ákveðinna persóna. Rasismi er miklu meira heldur en að einhver einstaklingur ætlaði að gera eitthvað; hann snýst jafnframt um kerfisbundnar birtingarmyndir ákveðinna hópa og misrétti sem þeir verða fyrir. 

„Rasismi er miklu meira heldur en að einhver einstaklingur ætlaði að gera eitthvað.“

Það er fyrir löngu síðan kominn tími á að horfast í augu við að á Íslandi viðgengst hvort tveggja kvenfyrirlitning og kynþáttafordómar, sem skarast í mjög mörgum tilfellum. Við þurfum að spyrja hvernig þessar fígúrur líta út ef það er upphafspunktur umræðunnar. Í því ljósi, hvaða merkingu hefur dökka fígúran með eldrauðar og þykkar varir? Það er sérlega sláandi þegar haft er í huga að fígúran á að tákna konu sem hefur reynt að vekja athygli á fordómum og þegar orðið fyrir áreiti og hatursorðræðu vegna þess.  

Það er líka mikilvægt að undirstrika að á undanförnum árum hafa fordómar í garð múslima verið sterk birtingarmynd kynþáttafordóma, ásamt skrípamyndum af dökku fólki. Hin fígúran er eins og staðalmynd af múslima, þannig að sú fígúra talar líka inn í langa sögu fordóma. Hér þarf upphafspunktur umræðunnar einnig að vera sá að fordómar í garð múslima eru veruleiki á Íslandi og að fígúran talar inn í samfélag þar sem múslimar upplifa haturorðræðu og útilokun.  

Hvernig ætla þeir sem standa fyrir þessu að bregðast við þessum tveimur fígúrum í þessu ljósi? Og hvað ætla þeir að gera í framtíðinni til þess að þessi skemmtun verði ekki einfaldlega aðgengilegur vettvangur til að tjá fordóma og ýta undir hatur í garð ólíkra hópa og eða einstaklinga – burtséð frá hvað þeir sem koma að þessu ætluðu sér?

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Margrét Ásgeirsdóttir skrifaði
    Furðulegast af öllu er að Vestmannnaeyingar skuli koma svona fram. Þeir þurftu að flýja eyjuna sína fyrir 50 árum vegna eldgoss. Voru flóttamenn rétt eins og flestir múslimar á Íslandi. Meirihlutinn flutti aftur heim og heldur uppi minningunni um hamfarirnar. Hafa þeir gleymt því hvernig var að missa heimili sitt og hvernig fólk á meginlandinu tók á móti þeim um miðja nótt. Ég gleymi því ekki þegar ég var vakin þessa nótt og mamma, með fimm börn á heimilinu, hafði upp á kunningjafjölskyldu og bauð húsaskjól. Við þrengdum að okkur og það var svo sjálfsagt. Búa engir múslimar í Vestmannaeyjum? Viðgengst ekki kynferðisofbeldi í Vestmannaeyjum?
    2
  • HH
    Hildur Harðardóttir skrifaði
    Þessi fordómatröll minna mig á rándýr. Þau hrekja eitt dýrið úr hjörðinni og ráðast síðan á það. Svona fara tröllin að, ráðast á einn í einu. Við konur og karlar verðum að standa saman sem einn maður gegn þessum tröllum
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Því miður er þetta sorglega satt.
    0
  • Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Hví undanskilur Ingibjörg Dögg og mannfræðiprófessorinn grasserandi miðaldra-karlmanna-fyrirlitninguna?
    -6
    • JHP
      Jónas Helgi Pálsson skrifaði
      Hvaða "miðaldra-karlmanna-fyrirlitning" skyldi það vera?
      1
    • Thorgerdur Sigurdardottir skrifaði
      Þađ er ekki til neitt sem heitir miđaldra karlmanna fyrirlitning. Aftur à mòti er algengt ađ miđaldra karlar sèu fullir af fyrirlitningu gagnvart konum ,innflytjendum og samkynhneigđum vegna þess ađ þeir hafa alist upp viđ dýrkun à eigin tilveru og hafa àkveđiđ(mannfyrirlitning er àkvörđun) ađ þeir einir sèu guđs ùtvöldu....
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár