Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Það viðrar vel til átaka á Alþingi

Mörg erf­ið mál eru fyr­ir­liggj­andi á kom­andi vor­þingi. Sum göm­ul, önn­ur ný. Hluti þeirra eru þess eðl­is að ágrein­ing­ur er til stað­ar milli stjórn­ar­flokk­anna um fram­gang þeirra og í öðr­um skort­ir á inn­byrð­is sam­stöðu inn­an þeirra flokka. Það verð­ur hart tek­ist á næstu mán­uði.

Það viðrar vel til átaka á Alþingi

Þingmenn snúa aftur til formlegra starfa í næstu viku þegar nefndarfundir hefjast að nýju eftir rúmlega mánaðarlangt jólafrí. Fyrsti þingfundur ársins er svo áætlaður 23. janúar, eftir tíu daga. 

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fer inn í komandi vorþing í stöðu sem hún er óvön. Stjórnin naut stuðnings umtalsverðs meirihluta þjóðarinnar frá því snemma árs 2020 og fram í mars á síðasta ári og mældist meðal annars með yfir 60 prósent stuðning eftir síðustu kosningar. Í tíu mánuði hefur hún hins vegar notið stuðnings minnihluta þjóðarinnar og í síðustu könnun Gallup sögðust 47 prósent styðja hana. 

Flokkarnir sem mynda ríkisstjórnina; Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, fengu 54,3 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Framan af kjörtímabilinu mældist sameiginlegt fylgi þeirra yfir 50 prósentum. Það breyttist í apríl í fyrra, í kjölfar sölunnar á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka í lokuðu útboði. Síðan þá hefur sameiginlega fylgið oftast verið að mælast 45 til 46 prósent. Í síðustu Gallup-könnun, sem birt var í upphafi árs, var það komið niður í 42,7 prósent. Það hefur ekki mælst minna síðan fyrir kórónuveirufaraldurinn. Fylgi Vinstri grænna, 6,8 prósent, hefur aldrei mælst minna í Gallup-könnun og Framsóknarflokkurinn hefur ekki mælst minni á þessu kjörtímabili en hann gerir nú. 

Við þessar aðstæður mun ríkisstjórnin takast á við fjölmörg flókin og erfið verkefni sem sum hver eru þess eðlis að ekki er eining innan einstakra stjórnarflokka um hvernig eigi að leysa þau, hvað þá milli þeirra.

Útlendingamál verða ríkisstjórninni erfið

Ekki tókst að afgreiða umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á haustþingi. Til þess að ljúka þingstörfum var samið um að fresta afgreiðslu málsins fram yfir áramót og er búist við að það fari í aðra umræðu síðar í þessum mánuði. Þetta er í fimmta sinn sem frumvarpið, í einhverri mynd, er til umræðu í þinginu. 

Ýmis atriði í frum­varp­inu hafa verið gagn­rýnd, ekki síst sú boð­aða breyt­ing að grunn­þjón­usta til umsækj­enda um alþjóð­lega vernd verði felld niður 30 dögum eftir að end­an­leg ákvörðun á stjórn­sýslu­stigi um umsókn hans til verndar liggur fyr­ir, en Sam­tök íslenskra sveit­ar­fé­laga sögð­ust til dæmis telja að sú breyt­ing hefði í för með sér fjölgun heim­il­is­lausra á Íslandi, aukið álag á félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og auk­inn kostnað fyrir sveit­ar­fé­lög­in.

Málið mætir andstöðu hjá stærstum hluta stjórnarandstöðunnar og fyrir liggur að það er erfitt ríkisstjórninni, sérstaklega vegna andstöðu innan grasrótar Vinstri grænna við þær breytingar sem lagðar eru til. Jón Gunnarsson hefur sótt það fast að afgreiða frumvarpið en hann á ekki mikinn tíma eftir sem ráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttir reiknar með að taka við af honum í mars.

Tilraun til að einfalda uppbyggingu vindorkuvera

Víða um land eru uppi áform um uppbyggingu vindorkuvera. Landvernd áætlar að kostirnir sem verið sé að vinna að séu um 40 talsins og að áætlað sé að þeir framleiði þrjú til fjögur þúsund mega­vött af orku. 

Flest verkefnin eru á vegum einkaaðila, og mörg hver eru fjármögnuð af erlendum aðilum, þótt stærstu verkefnin, og þau sem eru komin lengst, séu á forræði Landsvirkjunar. 

Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar á Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að leggja fram frumvarp með tillögum um lagaramma í kringum nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera í mars, eða eftir örfáar vikur. Þetta er í samræmi við stjórnarsáttmála stjórnarinnar, en í honum segir að með lögunum eigi að verða lögð áhersla á að „vindorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum þar sem unnt verður að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif. Stefna verður mörkuð um vindorkuver á haf.“

Guðlaugur Þór skipaði Hilmar Gunn­laugs­son hæsta­rétt­ar­lög­mann, Björt Ólafs­dótt­ur, fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra og Kol­bein Ótt­ars­son Proppé, fyrr­ver­andi þing­mann, í starfs­hóp í fyrrasumar og fól þeim að undirbúa lagasetninguna. Þau eiga að skila tillögum til ráðherra fyrir 1. febrúar næstkomandi. Þeim tillögum hefur þó enn ekki verið skilað.

Meðal þess sem hópnum var falið að skoða er hvort vind­orku­kostir eigi áfram að heyra undir lög um ramma­á­ætlun eða hvort setja eigi sér­lög.

Tekið var fram að mik­il­vægt væri að breið sátt ríki um upp­bygg­ingu vind­orku­vera og til­lit yrði tekið til sjón­rænna áhrifa, dýra­lífs og nátt­úru; einnig að taka verði afstöðu til gjald­töku fyrir slíka nýt­ingu.

Hver á að fá að virkja vindinn?

Takist að leggja frumvarpið fram á vorþingi, sem er alls ekki víst, liggur fyrir að hart verði tekist á um hverjir eigi að fá að byggja vindmyllur, hversu margar þær eigi að vera, hvar þær eigi að vera staðsettar og hverjir eigi að taka til sín hagnaðinn af orkuframleiðslunni. Þau átök verða á milli flokka, en ekki síður innan þeirra. 

Viðmælendur Heimildarinnar innan stjórnarflokkanna segja að afar skiptar skoðanir séu um hvaða leið eigi að feta í þessum efnum. Innan þeirra er að finna hópa sem eru á móti uppbyggingu á vindorkuverum, annaðhvort á grundvelli landverndarsjónarmiða eða vilja frekar að aukin áhersla verði á vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir. Þá er er ekki eining um það hvort fýsilegt sé að hleypa erlendum einkaaðilum að orkuvinnslu á Íslandi, né hvernig eigi að haga gjaldtöku fyrir þá vinnslu. Innan Vinstri grænna og Framsóknarflokksins eru háværar raddir um að best sé að uppbygging vindorkuvera fari einvörðungu fram í gegnum opinberu orkufyrirtækin. Þannig skili arðurinn af orkunýtingunni sér til samneyslunnar og nærsamfélagsins. 

Stjórnarflokkar með ólíka sýn á virði fjölmiðla

Rúmlega sex ár eru síðan að þáverandi ráðherra fjölmiðlamála úr Sjálfstæðisflokki, Illugi Gunnarsson, skipaði nefnd til að kortleggja hvernig stjórnvöld gætu bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla. Sú nefnd skilaði skýrslu með margháttuðum tillögum í janúar 2018. Á þeim fimm árum sem liðin eru síðan þá hefur ein þeirra tillagna komið til framkvæmda, styrkjakerfi sem á að útdeila 377 milljónum króna til á þriðja tug fjölmiðla á næsta ári. 

Ráðherra fjölmiðlamála Lilja Alfreðsdóttir ætlar að reyna að höggva á hnútinn innan stjórnarinnar í málaflokknum á vormánuðum.

Það liggur reyndar ekki fyrir hvort af úthlutuninni verður því lögin um styrkjakerfið runnu út um nýliðin áramót. Frumvarp til að framlengja þau um tvö ár var lagt fram skömmu fyrir þinglok en er óafgreitt. Búast má við því að það komi til annarrar umræðu á allra næstu vikum.

Hingað til hafa helstu deilurnar um aðgerðir í fjölmiðlamálum verið milli stjórnarflokka. Hluti þingmanna Sjálfstæðisflokks hefur lagst hart gegn styrkjakerfinu og vill ráðast í skattaívilnanir eða breytingar á stöðu RÚV. 

Viðmælendur Heimildarinnar segja að nú hafi þokast í sáttarátt við ríkisstjórnarborðið og að til standi að skipa nefnd fulltrúa stjórnarflokkanna sem hafi það hlutverk að sammælast um tillögur til að styrkja rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Nefndin á ekki að vinna neina frumvinnu heldur styðjast við þau gögn sem unnin hafa verið á síðustu árum. Málið ætti að rata inn á borð ríkisstjórnar í næsta mánuði og umrædd nefnd skipuð í kjölfarið. 

Takist nefndinni að komast að niðurstöðu munu tillögur hennar koma til viðbótar við það styrkjakerfi sem þegar er við lýði, og því er fastlega búist við að fyrirliggjandi frumvarp um framlengingu líftíma þess verði samþykkt. 

Það styttist í flýti- og umferðargjöld

Samgöngumál verða líka ofarlega á baugi næstu mánuði. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mun leggja fram þingsályktunartillögu um endurskoðun samgönguáætlunar í vor. Þar mun koma fram í hvaða stóru framkvæmdir verður ráðist í nánustu framtíð og afar sennilegt að skiptar skoðanir verði á þeirri forgangsröðun milli landshluta. 

Þegar sam­göngusátt­mál­i fyrir höfuðborgarsvæðið var gerður 2019 var hann kynntur sem 120 millj­­arða fjár­­­fest­ing í sam­­göng­u­innviðum á ­­svæð­inu. Stærsti kostn­að­ar­liður sátt­mál­ans er hin svo­kall­aða Borg­ar­lína. Þá var boðað að ríkið kæmi með 45 millj­­arða króna að borð­inu, að með­­­töldu sölu­verð­­mæti Keldna­lands­ins, og sveit­­ar­­fé­lögin 15 millj­­arða króna. Þá stóðu eftir 60 millj­­arð­­ar, sem boðað var að inn­­heimta skyldi með sér­­­stökum flýti- og umferð­­ar­­gjöld­um á höfuðborgarsvæðinu í tíu ár. Sú tala hefur nú verið upp­reikn­uð, að teknu til­liti til verð­lags­breyt­inga, og er nú áætluð 74,6 millj­arðar króna. Bjarni Bene­dikts­­son ætlaði að leggja fram frum­varp strax í nóv­­em­ber í fyrra um flýti- og umferð­­ar­­gjöld­in. Því var þó frestað og nú stendur til að frumvarpið líti dagsins ljós í mars. Gangi það eftir eiga gjöldin að leggjast á frá byrjun næsta árs. 

Lítið hefur heyrst af útfærslu þess­­ara gjalda. Ef upp­hæð­inni er skipt jafnt yfir árin frá og með 2024 og út samn­ings­tím­ann þá nema árlegar tekjur af flýti- og umferð­ar­gjöldum 7,5 millj­örðum króna. Það má því búast við að útfærsla þeirra verði umdeild. 

Margt bendir til þess að verk­efnið sé skammt á veg komið en 18. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn aug­lýsti fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið eftir sér­fræð­ingum til að móta gjald­tök­una. Í þeirri aug­lýs­ingu sagði meðal ann­ars að mark­miðið sé „að allir helstu þættir í nýju kerfi sam­göngu­gjalda verði gang­settir fyrir árs­lok 2024“.

Er heilbrigðiskerfið illa rekið eða illa fjármagnað?

Heilbrigðiskerfið er dýrasti hluti reksturs ríkissjóðs. Alls eiga að fara um 330 milljarðar króna í þau verkefni sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið á yfirstandandi ári af þeim 1.190 milljörðum króna sem ríkissjóður ætlar að eyða á árinu, eða um 28 prósent allra útgjalda. 

Þrátt fyrir þetta er þung staða í kerfinu. Biðlistar eru langir, þjóðarsjúkrahúsið hefur glímt við langvarandi undirliggjandi rekstrarvanda, framlög til tækjakaupa hafa dregist verulega saman á undanförnum árum, legurými eru allt of fá, mönnunarvandi er mikill, fráflæðisvandi vegna skorts á hjúkrunarrýmum utan spítala fyrir aldraða viðvarandi og starfsandi á mörgum sviðum kerfisins farinn að líða verulega fyrir það ófremdarástand sem ríkt hefur í lengri tíma. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í síðustu viku að ef úrbætur næðust ekki á ástandinu á spítalanum á þessu ári þá gæfi hann „okkur bara falleinkunn fyrirfram“. 

Samkvæmt Íslensku kosningarannsókninni voru heilbrigðismál sá málaflokkur sem flestir kjósendur nefndu sem þann mikilvægasta í aðdraganda síðustu kosninga. Það má búast við því að hart verði tekist á um stöðu kerfisins á vormánuðum. Þau átök hafa hingað til aðallega farið fram í átökum um hvort kerfið sé vanfjármagnað, sem er málflutningur stjórnarandstöðunnar, eða einfaldlega illa rekið og skipulagt, sem er undirliggjandi tónn í málflutningi margra stjórnarliða.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
7
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
9
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu