Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Jólasóun: Gámarnir fullir af „góðu stöffi“

Ís­lend­ing­ar kaupa sér og sóa í leið­inni sí­fellt meira á sama tíma og lofts­lags­vá­in knýr fast­ar að dyr­um. Gáma­grams­ar­ar reyna að vinna gegn sóun með því að sækja mat of­an í ruslagáma ut­an við stór­mark­aði, bakarí og heild­söl­ur. Hjá Rauða kross­in­um og Góða hirð­in­um fyll­ist allt af því sem land­inn hafði síð­ast æði fyr­ir; nú síð­ast til að rýma fyr­ir jólagóss­inu.

Jólasóun: Gámarnir fullir af „góðu stöffi“
Rýmt fyrir nýjum vörum Mikið er að gera fyrir og eftir jól hjá fólki sem vinnur við að taka á móti notuðum húsgögnum, raftækjum og fatnaði. Miklu magni af ætilegum mat er einnig hent í ruslið á þessu tímabili. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nytjagámar troðfyllast fyrir og eftir jól þegar fólk er að rýma fyrir nýjum vörum heima hjá sér. Þetta á við um fatnað og alls kyns húsbúnað. Einkaneysla var „kröftug“ fyrir jól, að sögn Rannsóknarseturs verslunarinnar. Aukin neysla almennings veldur meiri sóun á ýmiss konar vörum, þar á meðal mat.  

Um þessar mundir ber vel í veiði hjá fólki sem sækir mat í gáma fyrir utan matvöruverslanir, „metuppskera í janúar“ segir kona sem hefur sótt mat í ruslagáma. Heimildin slóst í för með gámagramsara á dögunum.

Meira en milljarði tonna af mat sóað árlega

Ríflega þriðjungur þess matar sem framleiddur er fyrir Íslendinga endar í ruslinu, líkt og hjá öðrum velmegandi þjóðum. Um 14 prósentum matvæla er hent áður en þau koma til neytandans og um 17 prósent matvæla endar í ruslinu fyrir utan verslanir og á heimilum fólks sem býr við allsnægtir. Um 1,3 milljörðum tonna af mat er sóað …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðrún Bjarnadóttir skrifaði
    Misskilningur varðandi föt í nytjagáma. Allur textíll, líka götóttir sokkar, á að fara í endurvinnslugáma Rauða krossins
    2
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Ég held að það sé við hæfi að reyna að finna siðsamlegra orð en "gámagramsarar". Þarna er fólk sem á í hlut, ekki mávar.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár