Nytjagámar troðfyllast fyrir og eftir jól þegar fólk er að rýma fyrir nýjum vörum heima hjá sér. Þetta á við um fatnað og alls kyns húsbúnað. Einkaneysla var „kröftug“ fyrir jól, að sögn Rannsóknarseturs verslunarinnar. Aukin neysla almennings veldur meiri sóun á ýmiss konar vörum, þar á meðal mat.
Um þessar mundir ber vel í veiði hjá fólki sem sækir mat í gáma fyrir utan matvöruverslanir, „metuppskera í janúar“ segir kona sem hefur sótt mat í ruslagáma. Heimildin slóst í för með gámagramsara á dögunum.
Meira en milljarði tonna af mat sóað árlega
Ríflega þriðjungur þess matar sem framleiddur er fyrir Íslendinga endar í ruslinu, líkt og hjá öðrum velmegandi þjóðum. Um 14 prósentum matvæla er hent áður en þau koma til neytandans og um 17 prósent matvæla endar í ruslinu fyrir utan verslanir og á heimilum fólks sem býr við allsnægtir. Um 1,3 milljörðum tonna af mat er sóað …
Athugasemdir (2)