Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Jólasóun: Gámarnir fullir af „góðu stöffi“

Ís­lend­ing­ar kaupa sér og sóa í leið­inni sí­fellt meira á sama tíma og lofts­lags­vá­in knýr fast­ar að dyr­um. Gáma­grams­ar­ar reyna að vinna gegn sóun með því að sækja mat of­an í ruslagáma ut­an við stór­mark­aði, bakarí og heild­söl­ur. Hjá Rauða kross­in­um og Góða hirð­in­um fyll­ist allt af því sem land­inn hafði síð­ast æði fyr­ir; nú síð­ast til að rýma fyr­ir jólagóss­inu.

Jólasóun: Gámarnir fullir af „góðu stöffi“
Rýmt fyrir nýjum vörum Mikið er að gera fyrir og eftir jól hjá fólki sem vinnur við að taka á móti notuðum húsgögnum, raftækjum og fatnaði. Miklu magni af ætilegum mat er einnig hent í ruslið á þessu tímabili. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nytjagámar troðfyllast fyrir og eftir jól þegar fólk er að rýma fyrir nýjum vörum heima hjá sér. Þetta á við um fatnað og alls kyns húsbúnað. Einkaneysla var „kröftug“ fyrir jól, að sögn Rannsóknarseturs verslunarinnar. Aukin neysla almennings veldur meiri sóun á ýmiss konar vörum, þar á meðal mat.  

Um þessar mundir ber vel í veiði hjá fólki sem sækir mat í gáma fyrir utan matvöruverslanir, „metuppskera í janúar“ segir kona sem hefur sótt mat í ruslagáma. Heimildin slóst í för með gámagramsara á dögunum.

Meira en milljarði tonna af mat sóað árlega

Ríflega þriðjungur þess matar sem framleiddur er fyrir Íslendinga endar í ruslinu, líkt og hjá öðrum velmegandi þjóðum. Um 14 prósentum matvæla er hent áður en þau koma til neytandans og um 17 prósent matvæla endar í ruslinu fyrir utan verslanir og á heimilum fólks sem býr við allsnægtir. Um 1,3 milljörðum tonna af mat er sóað …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðrún Bjarnadóttir skrifaði
    Misskilningur varðandi föt í nytjagáma. Allur textíll, líka götóttir sokkar, á að fara í endurvinnslugáma Rauða krossins
    2
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Ég held að það sé við hæfi að reyna að finna siðsamlegra orð en "gámagramsarar". Þarna er fólk sem á í hlut, ekki mávar.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár