„Það var bara allt í einu hringt og mér boðið nýra, með tveggja tíma fyrirvara,“ segir Elísabet Jökulsdóttir skáld í símtali frá Gautaborg, hvar hún var nýbúin að gangast undir vel heppnaða nýrnaígræðslu.
Eins og fram kom í viðtali Stundarinnar við Elísabetu síðastliðið vor, glímdi hún við alvarlega nýrnabilun þar sem virkni þeirra var orðin rétt um 15% af því sem æskilegt er. Því hafði verið ljóst um nokkurt skeið að Elísabet þyrfti lífsnauðsynlega að gangast undir líffæraígræðslu. Afleiðingar nýrnabilunarinnar voru margvíslegar á líf Elísabetar, sem glímdi auk þrekleysis og síþreytu við ítrekuð veikindi sem fylgja skertri nýrnastarfsemi.
Elísabet fékk svo skyndilega símtal þann 5. janúar síðastliðinn og hafði tvo tíma …
Athugasemdir