„Nú fæ ég annan séns“ - Elísabet Jökuls fagnar nýju ári með nýju nýra

Eft­ir ára­langa þraut­ar­göngu Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur um heil­brigðis­kerf­ið, sem kostaði hana nærri líf­ið, gekkst hún und­ir nýrn­aígræðslu á þrett­ánd­an­um. Að­gerð­in gekk vel og nýr­að, sem ku fyrsta flokks, starfar vel. Elísa­bet er þakk­lát og sæl með að­gerð­ina. Unn­ur, syst­ir henn­ar, les fyr­ir hana milli lækna­heim­sókna.

„Nú fæ ég annan séns“ - Elísabet Jökuls fagnar nýju ári með nýju nýra
Stefnumót við nýrað Elísabet Kristín Jökulsdóttir gekkst á dögunum undir nýrnaígræðslu í Gautaborg. Unnur Þóra Jökulsdóttir, systir hennar, stökk til með stuttum fyrirvara og fylgdi Elísabetu utan.

„Það var bara allt í einu hringt og mér boðið nýra, með tveggja tíma fyrirvara,“ segir Elísabet Jökulsdóttir skáld í símtali frá Gautaborg, hvar hún var nýbúin að gangast undir vel heppnaða nýrnaígræðslu.

Eins og fram kom í viðtali Stundarinnar við Elísabetu síðastliðið vor, glímdi hún við alvarlega nýrnabilun þar sem virkni þeirra var orðin rétt um 15% af því sem æskilegt er. Því hafði verið ljóst um nokkurt skeið að Elísabet þyrfti lífsnauðsynlega að gangast undir líffæraígræðslu. Afleiðingar nýrnabilunarinnar voru margvíslegar á líf Elísabetar, sem glímdi auk þrekleysis og síþreytu við ítrekuð veikindi sem fylgja skertri nýrnastarfsemi.

Degi eftir aðgerðElísabet segist varla trúa því hversu vel allt hafi gengið og að nýrað sé strax farið að starfa, svo stuttu eftir ígræðsluna, segja læknarnir sjaldgæft en gott.

Elísabet fékk svo skyndilega símtal þann 5. janúar síðastliðinn og hafði tvo tíma …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár