Listaverk Sigurðurðar Ámundasonar voru um gjörvalla borg í upphafi árs 2023. Fyrstu þrjá daga ársins voru verk hans á stóru auglýsingaskiltunum sem augu vegfarenda leita gjarnan til, viljandi eða ekki, í bílnum á rauðu ljósi. Billboard og Y gallerí standa saman að því að birta myndlist á auglýsingaskiltum, annað árið í röð. Þar fær myndlistarmaður tækifæri til að sýna seríu af myndlistarverkum allan sólarhringinn fyrstu þrjá daga ársins, á 450 led skjáum, við götur og í strætóskýlum, á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið.
Mikilvægi þess að njóta
Í leit sinni að kjarnanum, af hverju fólk tekur sér myndlistina sem starfsvettvang, vill Hillbilly ávallt fræðast um æsku fólks og uppeldi. „Heima ólst ég upp með alls konar íslenska myndlistarmenn upp á vegg,“ segir Sigurður og Hilbilly vonar að hann meini verk þeirra. En samt, af hverju myndlist? spyr Hillbilly. „Í myndlist geturðu gert hvað sem þú vilt,“ segir Sigurður. „Reglur og …
Athugasemdir