Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Helmingur ungs fólks býr enn í foreldrahúsum

Mun lík­legra er að ungt fólk búi í for­eldra­hús­um langt fram á þrí­tugs­ald­ur­inn sé það bú­sett á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en á lands­byggð­inni. Kon­ur fara fyrr úr for­eldra­hús­um en karl­ar.

Helmingur ungs fólks býr enn í foreldrahúsum
Enn í hreiðrinu Rúmlega helmingur fólks á milli 18 og 24 ára býr enn í foreldrahúsum, samkvæmt Hagstofunni, sem fylgist með því hvar fólk er búsett. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsum hefur ekki verið lægra hér á landi síðan Hagstofan hóf að fylgjast með því. Ríflega helmingur, 55,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára bjó í foreldrahúsum árið 2021. Hæst hefur hlutfallið farið í 62,2 prósent, árið 2016, en mælingar hófust árið 2004. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hagstofan birti í dag um stöðuna árið 2021.

Ólík mynd birtist á þróun í hópi þeirra sem eru á aldrinum 25 til 29 ára, því þar hefur hlutfall fólks í foreldrahúsum aðeins einu sinni áður verið hærra. Samkvæmt Hagstofunni eru 22,5 prósent fólks á þessu aldursbili búsett í foreldrahúsum. Árið áður, 2020, var hlutfallið hæst eða 25,2 prósent. 

Karlar eru líklegri en konur til að búa með foreldrum sínum, samkvæmt þessum tölum, og bjuggu 63,6 prósent karla í foreldrahúsum samanborið við 46,3 prósent kvenna í aldurshópnum 18 til 24 ára. Munurinn er ekki jafn afgerandi í eldri hópnum, þar sem 21,1 prósent kvenna bjuggu með foreldrum en 23,6 prósent karla. 

Sé búseta fólks á landinu skoðuð kemur í ljós að ungt fólk, á aldrinum 18 til 29 ára, er líklegra til að búa í foreldrahúsum á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Drastískur munur er á stöðu ungra kvenna, sérstaklega. Utan höfuðborgarsvæðisins búa 24,9 prósent kvenna í foreldrahúsum samanborið við 45,4 prósent kvenna innan svæðisins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.
Segja svör Íslands hvorki viðunandi né í samræmi við raunveruleikann
6
Fréttir

Segja svör Ís­lands hvorki við­un­andi né í sam­ræmi við raun­veru­leik­ann

Hvít­þvott­ur, inni­halds­leysi og óvið­un­andi svör sem eru ekki í tengsl­um við raun­veru­leik­ann eru með­al þeirra orða sem Geð­hjálp not­uðu til að lýsa svör­um Ís­lands um geð­heil­brigð­is­mál í sam­ráðs­gátt. Inn­an stjórn­kerf­is­ins er unn­ið að drög­um að mið­ann­ar­skýrslu Ís­lands vegna alls­herj­ar­út­tekt­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna á stöðu mann­rétt­inda­mála.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár