Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Helmingur ungs fólks býr enn í foreldrahúsum

Mun lík­legra er að ungt fólk búi í for­eldra­hús­um langt fram á þrí­tugs­ald­ur­inn sé það bú­sett á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en á lands­byggð­inni. Kon­ur fara fyrr úr for­eldra­hús­um en karl­ar.

Helmingur ungs fólks býr enn í foreldrahúsum
Enn í hreiðrinu Rúmlega helmingur fólks á milli 18 og 24 ára býr enn í foreldrahúsum, samkvæmt Hagstofunni, sem fylgist með því hvar fólk er búsett. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsum hefur ekki verið lægra hér á landi síðan Hagstofan hóf að fylgjast með því. Ríflega helmingur, 55,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára bjó í foreldrahúsum árið 2021. Hæst hefur hlutfallið farið í 62,2 prósent, árið 2016, en mælingar hófust árið 2004. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hagstofan birti í dag um stöðuna árið 2021.

Ólík mynd birtist á þróun í hópi þeirra sem eru á aldrinum 25 til 29 ára, því þar hefur hlutfall fólks í foreldrahúsum aðeins einu sinni áður verið hærra. Samkvæmt Hagstofunni eru 22,5 prósent fólks á þessu aldursbili búsett í foreldrahúsum. Árið áður, 2020, var hlutfallið hæst eða 25,2 prósent. 

Karlar eru líklegri en konur til að búa með foreldrum sínum, samkvæmt þessum tölum, og bjuggu 63,6 prósent karla í foreldrahúsum samanborið við 46,3 prósent kvenna í aldurshópnum 18 til 24 ára. Munurinn er ekki jafn afgerandi í eldri hópnum, þar sem 21,1 prósent kvenna bjuggu með foreldrum en 23,6 prósent karla. 

Sé búseta fólks á landinu skoðuð kemur í ljós að ungt fólk, á aldrinum 18 til 29 ára, er líklegra til að búa í foreldrahúsum á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Drastískur munur er á stöðu ungra kvenna, sérstaklega. Utan höfuðborgarsvæðisins búa 24,9 prósent kvenna í foreldrahúsum samanborið við 45,4 prósent kvenna innan svæðisins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár