Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Fréttablaðið ekki lengur borið í hús

Út­gáfa Frétta­blaðs­ins tók stakka­skipt­um um ára­mót en hætt hef­ur ver­ið að dreifa því í hús. Þess í stað verð­ur blað­ið að­gengi­legt í versl­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Ak­ur­eyri.

Fréttablaðið ekki lengur borið í hús
Bjartsýnn Jón Þórisson, forstjóri Torgs og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir enga ástæðu að ætla að lesturinn muni dragast saman, þó frídreifingu blaðsins í hús sé hætt. Mynd: Fréttablaðið / Anton Brink

Fréttablaðið hefur verið borið í hús í síðasta sinn en nú um áramót varð grundvallarbreyting á útgáfu þessa rúmlega tveggja áratuga gamla fríblaðs. Í stað frídreifingar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri verður blaðið skilið eftir í bunkum í verslunum og ýmsum þjónustustöðum, svo sem sundlaugum og heilbrigðisstofnunum. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins í dag. 

Haft er eftir Jóni Þóris­syni, for­stjóra Torgs, út­gáfu­fé­lags Frétta­blaðsins, DV og  Hring­brautar, að dreifingin sé óhemju kostnaðarsöm, en hann tiltekur líka að horft hafi verið til þess að dreifingunni fylgdi óþarfa sóun. „Það er í takti við vaxandi um­hverfis­vitund að lág­marka kol­efnis­spor í okkar starf­semi,“ er haft eftir Jóni á vef Fréttablaðsins. 

Hann segist ekki eiga von á því að lesturinn muni dala við þessa breytingu. „Það er engin á­stæða til að ætla annað en lesturinn gæti orðið að minnsta kosti sam­bæri­legur eftir þessa breytingu,“ segir hann við Fréttablaðið og vísar til þess að aukning varð á lestri blaðsins síðustu tvo mánuði. Samkvæmt lestrarkönnun Gallup lesa um 28 prósent landsmanna blaðið en 27 prósent lestur mældist í september. 

Þrátt fyrir þessa sveiflu á milli mánaða verður ekki annað sagt en að lesturinn hafi hrunið síðustu ár. 30,5 prósent lásu blaðið í nóvember á síðasta ári, 33,8 prósent árið þar áður og 37,1 prósent í nóvember árið 2019. Útgáfan var lengi með yfir 50 prósenta lestur en hefur ekki náð slíkum hæðum síðan undir lok árs 2015.

Samhliða minnkandi lestri hefur verið viðvarandi tap á rekstri útgáfufélagsins. Torg tapaði árið 2021 var rúmar 252 milljónir, sem þó var talsvert betri afkoma en árið áður, þegar tapið nam 600 milljónum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Á. skrifaði
    Tiltekt og þrif eftir Blaðarusl Fréttablaðsins og Morgunblaðsins sem skilið er eftir í mínu fjölbýlishúsi, er óvinsælasta skylduverk allra í húsinu.
    Næst óvinsælast er að moka snjóinnn frá inngangi hússins.
    Einnig er síður vinsælt að líta eftir sorptunnunum þó flestir láti sig nú hafa það.

    Þau ykkar sem ekki fengu þessi blöð í sín fjölbýlishús mega vera fegin að hafa ekki fengið þettat rusl í sameignina ykkar og það sem fylgir því á hverjum einasta aðalfundi húsfélagsins að skammast sé yfir hversu illa fólk stendur sig að þrífa þetta upp og koma blaðaruslinu í rétta sorptunnu.

    Sumir láta þetta nefnilega bara fara í gráu tunnuna. Sorphirðan svarar síðan með því að neita að hirða sorpið nema að íbúar hússins taki allt sorpið sitt upp úr tunnunum og flokki það rétt.

    Þú getur rétt ímyndað þér hversu vinsælt það er, að banka uppá hjá öllum íbúum og spyrja hvort þau hafi sett pappírsruslið í gráu tunnuna. Flestir berhentir að fiska hvern úldinn ruslapokann á fætur öðrum upp úr tunnunum, með hálsinn og höfuðuðið sveigt frá óþefnum, anda djúpt inn og stinga sér síðan ofan í tunnuna eftir öðrum ýldupoka.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár