Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fréttablaðið ekki lengur borið í hús

Út­gáfa Frétta­blaðs­ins tók stakka­skipt­um um ára­mót en hætt hef­ur ver­ið að dreifa því í hús. Þess í stað verð­ur blað­ið að­gengi­legt í versl­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Ak­ur­eyri.

Fréttablaðið ekki lengur borið í hús
Bjartsýnn Jón Þórisson, forstjóri Torgs og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir enga ástæðu að ætla að lesturinn muni dragast saman, þó frídreifingu blaðsins í hús sé hætt. Mynd: Fréttablaðið / Anton Brink

Fréttablaðið hefur verið borið í hús í síðasta sinn en nú um áramót varð grundvallarbreyting á útgáfu þessa rúmlega tveggja áratuga gamla fríblaðs. Í stað frídreifingar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri verður blaðið skilið eftir í bunkum í verslunum og ýmsum þjónustustöðum, svo sem sundlaugum og heilbrigðisstofnunum. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins í dag. 

Haft er eftir Jóni Þóris­syni, for­stjóra Torgs, út­gáfu­fé­lags Frétta­blaðsins, DV og  Hring­brautar, að dreifingin sé óhemju kostnaðarsöm, en hann tiltekur líka að horft hafi verið til þess að dreifingunni fylgdi óþarfa sóun. „Það er í takti við vaxandi um­hverfis­vitund að lág­marka kol­efnis­spor í okkar starf­semi,“ er haft eftir Jóni á vef Fréttablaðsins. 

Hann segist ekki eiga von á því að lesturinn muni dala við þessa breytingu. „Það er engin á­stæða til að ætla annað en lesturinn gæti orðið að minnsta kosti sam­bæri­legur eftir þessa breytingu,“ segir hann við Fréttablaðið og vísar til þess að aukning varð á lestri blaðsins síðustu tvo mánuði. Samkvæmt lestrarkönnun Gallup lesa um 28 prósent landsmanna blaðið en 27 prósent lestur mældist í september. 

Þrátt fyrir þessa sveiflu á milli mánaða verður ekki annað sagt en að lesturinn hafi hrunið síðustu ár. 30,5 prósent lásu blaðið í nóvember á síðasta ári, 33,8 prósent árið þar áður og 37,1 prósent í nóvember árið 2019. Útgáfan var lengi með yfir 50 prósenta lestur en hefur ekki náð slíkum hæðum síðan undir lok árs 2015.

Samhliða minnkandi lestri hefur verið viðvarandi tap á rekstri útgáfufélagsins. Torg tapaði árið 2021 var rúmar 252 milljónir, sem þó var talsvert betri afkoma en árið áður, þegar tapið nam 600 milljónum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Á. skrifaði
    Tiltekt og þrif eftir Blaðarusl Fréttablaðsins og Morgunblaðsins sem skilið er eftir í mínu fjölbýlishúsi, er óvinsælasta skylduverk allra í húsinu.
    Næst óvinsælast er að moka snjóinnn frá inngangi hússins.
    Einnig er síður vinsælt að líta eftir sorptunnunum þó flestir láti sig nú hafa það.

    Þau ykkar sem ekki fengu þessi blöð í sín fjölbýlishús mega vera fegin að hafa ekki fengið þettat rusl í sameignina ykkar og það sem fylgir því á hverjum einasta aðalfundi húsfélagsins að skammast sé yfir hversu illa fólk stendur sig að þrífa þetta upp og koma blaðaruslinu í rétta sorptunnu.

    Sumir láta þetta nefnilega bara fara í gráu tunnuna. Sorphirðan svarar síðan með því að neita að hirða sorpið nema að íbúar hússins taki allt sorpið sitt upp úr tunnunum og flokki það rétt.

    Þú getur rétt ímyndað þér hversu vinsælt það er, að banka uppá hjá öllum íbúum og spyrja hvort þau hafi sett pappírsruslið í gráu tunnuna. Flestir berhentir að fiska hvern úldinn ruslapokann á fætur öðrum upp úr tunnunum, með hálsinn og höfuðuðið sveigt frá óþefnum, anda djúpt inn og stinga sér síðan ofan í tunnuna eftir öðrum ýldupoka.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár