Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Lífeyrissjóður hefur keypt skuldabréf Ölmu leigufélags fyrir tæpa 3 milljarða

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Festa hef­ur bund­ið fé sjóðs­fé­laga sinna í leigu­fé­lag­inu Ölmu sem tals­vert hef­ur ver­ið fjall­að um á síð­ustu vik­um. Fram­kvæmda­stjóri eign­a­stýr­ing­ar Festu seg­ist skilja að ein­hver kunni að fetta fing­ur út í það en að á sama tíma þurfi að vera til leigu­fé­lög. Hann seg­ir að Festa hafi brýnt Ölmu að sýna hóf gagn­vart við­skipta­vin­um sín­um.

Lífeyrissjóður hefur keypt skuldabréf Ölmu leigufélags fyrir tæpa 3 milljarða
Hefur keypt skulabréf Ölmu Lífeyrissjóðurinn Festa í Reykjanesbæ hefur fjárfest í skuldabréfum leigufélagsins Ölmu fyrir samtals 2,8 milljarða króna. Gylfi Jónasson er framkvæmdastjóri Festu.

Lífeyrissjóðurinn Festa hefur fjárfest í skuldabréfum leigufélagsins Ölmu fyrir 2,8 milljarða króna á síðustu árum. Baldur Snorrason, forstöðumaður eignastýringar Festu lífeyrissjóðs, segist skilja vangaveltur um að slíkar fjárfestingar kunni að virðast vafasamar í hugum einhvers vegna starfshátta Ölmu. „Það er alltaf erfitt með leigufélögin því helmingurinn vill að við fjárfestum í þessu og aðrir ekki. Við kaupum bréf í þessu af því okkur ber að ávaxta okkar eignasafn. Þetta er svolítið erfið umræða.

Alma hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir að greint var frá stífum hækkunum á leigu hjá félaginu sem tóku gildi í byrjun ársins. Málefni Ölmu urðu að fréttaefni þegar Brynja Bjarnadóttir, öryrki á sjötugsaldri, steig fram og greindi frá því að Alma hefði hækkað leiguna hjá henni um 30 prósent, úr 250 þúsund og …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Stjórnarmenn eftirlaunasjóðanna okkar hafa í raun EKKERT umboð frá sjóðsfélögum til að fjárfesta eftirlaunum okkar í fyrirtækjum án virkrar stjórnarsetu í fyrirtækjunum, hvaða fólk hefur það VALD að taka ákvarðanir um óvirka þátttöku í stjórnum fyrirtækja sem eftirlaunasjóðirnir fjárfesta eftirlaununum okkar ? Er það landsamband eftirlaunasjóða ? Er það stjórn hvers eftirlaunasjóðs ? Hvenær ætla fulltrúar launafólks í stjórnum eftirlaunasjóðanna OKKAR að leggja til BEINT-lýðræði sjóðsfélaga í stjórnir eftirlaunasjóðanna ?
    1
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Kemur ekki á óvart að Halldóra í Bárunni samþykki svona viðbjóð en að Vilhjálmur Birgisson sé flæktur í þetta veldur vonbrigðum.
    Þetta eru félögin sem standa að Festu.

    Verkalýðs- og sjómannafélag
    Keflavíkur og nágrennis
    Krossmóa 4
    260 Reykjanesbæ

    Efling - Stéttarfélag
    Austurmörk 2
    810 Hveragerði

    FIT
    Krossmóa 4
    260 Reykjanesbæ

    Verkalýðsfélag Suðurlands
    Suðurlandsvegi 3
    850 Hellu

    Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis
    Tjarnargötu 8
    245 Sandgerði

    Verkalýðsfélag Akraness
    Sunnubraut 13
    300 Akranesi

    Verkalýðsfélag Grindavíkur
    Víkurbraut 46
    240 Grindavík

    Verkalýðsfélag Snæfellinga
    Þvergötu 2
    340 Stykkishólmi

    VR
    Krossmóa 4a
    260 Reykjanesbæ

    Stéttarfélag Vesturlands
    Sæunnargötu 2a
    310 Borgarnesi

    Báran Stéttarfélag
    Austurvegi 56
    800 Selfossi

    Samtök Atvinnulífsins
    Borgartúni 35
    105 Reykjavík
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Engin umfjöllun um þetta á dv.is, visir.is og frettabladid.is
    Enda þeru þessir miðlar í eigu auðróna og arðræningja.
    2
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Eru allir orðnir svo samdauna spillinguni að engin mynnist lengur á þann arfa andskotans fárðnleikann að fulltrúar samtaka arðræningja skuli eiga tryggan ákveðinn fjölda sæta í stjórn lífeyrissjóðana.
    Hvernig í ósköpunum var það tilkomið að ARÐRÆNINGJAR fengu leyfi til að vera með krumlurnar í féi sjóðsfélaga ?

    Það er dauði og djöfuls nauð
    er digðum snauðir fantar
    safna auð með augun rauð
    er aðra brauðið vantar.
    6
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    Lífeyrissjóðir okkar eru komnir á móti þeim sem eiga að njóta þeirra.
    4
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    Ég hef það fyrir satt að lífeyrissjóðir neiti að lána til óhagnaðardrifinna leigufélaga.
    4
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Ásgeir Överby - alveg rétt.
    Þó að engin einkarekin leigufélög væru til kæmi það ekki í veg fyrir að lífeyrissjóðir gætu stofnað slíkt félag og fjárfest í uppbyggingu þess.
    1
  • ÞNK
    Þórir N. Kjartansson skrifaði
    ,,Fjárfestarnir" og ,,viðskiptasnillingarnir" eru með lúkurnar á kafi í lífeyrissjóðunum ,,okkar" enda streyma þangað inn svo óheyrilegar fjárhæðir að stjórnendurnir vita ekkert hvernig þeir eiga að koma þeim í vinnu. Samt telur BB að það sé nauðsynlegt að lána þeim c.a. 70-80 milljarða á ári í frestuðum skattgreiðslum af inngreiðslunum. Telur sjálfsagt að þeir milljarðar séu betur komnir í höndum einhverra vildarvina en til að nota í ýmsa fjársvelta innviði s.s. heilbrigðiskerfið ofl.
    1
    • Sigurður Haraldsson skrifaði
      Það ríkir hér alræði mafíunar sama hvað hver segir við skiptum engu máli og ef mótmælt er þá er oft litið niður á þá sem þora að mótmæla og oft kemur spurningin "hverju er núna verið að mótmæla"
      2
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Ef lífeyrissjóðirnir myndu allir bara alls ekki fjármagn leigufélögin þá er snúið að þau gætu verið til"
    Það hefur farið fé betra. Íbúðirnar munu verða til fyrir því.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Leigufélagið Alma

Leigufélagið Alma vill sækja þriggja milljarða fjármögnun
FréttirLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma vill sækja þriggja millj­arða fjár­mögn­un

Alma leigu­fé­lag held­ur áfram að bjóða fjár­fest­um upp á skulda­bréf og víxla til að fjár­magna fé­lag­ið. Stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, Gunn­ar Þór Gísla­son, hef­ur sagt að snið­ganga líf­eyr­is­sjóða á fé­lag­inu grafi und­an hús­næð­is­mark­aðn­um en Alma hef­ur reynt að fá þá til að fjár­festa í fé­lag­inu. Formað­ur VR. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, er á önd­verð­um meiði og seg­ir líf­eyr­is­sjóð­ina eiga að snið­ganga Ölmu.
Leigufélagið Alma stærir sig af samfélagslegri ábyrgð og segir ávinning hluthafa og almennings fara saman
GreiningLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma stær­ir sig af sam­fé­lags­legri ábyrgð og seg­ir ávinn­ing hlut­hafa og al­menn­ings fara sam­an

Í nýj­um árs­reikn­ingi Leigu­fé­lags­ins Ölmu svar­ar fé­lag­ið fyr­ir leigu­verðs­hækk­an­ir sín­ar. Fé­lag­ið und­ir­strik­ar að það sé sam­fé­lags­lega ábyrgt og rök­styð­ur að hækk­an­ir leigu­verðs séu stund­um bæði eðli­leg­ar og óhjá­kvæmi­leg­ar. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt fyr­ir ok­ur.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Þúsund verðtryggðir leigusamningar skila Ölmu 230 milljónum á mánuði
GreiningLeigufélagið Alma

Þús­und verð­tryggð­ir leigu­samn­ing­ar skila Ölmu 230 millj­ón­um á mán­uði

Leigu­fé­lag­ið Alma hef­ur um eitt þús­und heim­ili til út­leigu til ein­stak­linga. Íbúð­irn­ar eru að­al­lega stað­sett­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesj­um; um 800 íbúð­ir. Í hverj­um mán­uði tikka 220 millj­ón­ir inn í kass­ann vegna þess­ara íbúða, auk þess sem virði þeirra hef­ur vax­ið veru­lega á síð­ustu ár­um. Nær all­ir samn­ing­ar Ölmu við ein­stak­linga eru verð­tryggð­ir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár