Fyrri aukaspurning:
Hvaða stofnun hefur aðsetur í þessari tilkomumiklu byggingu á bökkum Thamesár?
***
Aðalspurningar:
1. Dýrategund ein (raunar nokkrar tegundir) kallast á flestum erlendum málum armadillo. Hvað eru þau dýr kölluð á íslensku?
2. Armadillo býr núorðið aðeins í tveim heimálfum á heimskringlunni. Hvaða heimsálfur eru það?
3. Milli hvaða meginjökla er Sprengisandur?
4. Morten Harket heitir tónlistarmaður einn. Í hvaða hljómsveit eða tónlistarflokki gerði hann garðinn frægan á árum áður?
5. Hvar er garðurinn Hellisgerði?
6. Hver gerði Gerði grikk í sumar? Hver gerði Gerði ... hvað?
7. Hvað heitir fjölmennasta borg Póllands?
8. En hver er sú næst fjölmennasta þar í landi?
9. Gudrun Ensslin var kona ein sem var töluvert í sviðsljósinu á áttunda áratugnum. Fyrir hvað var hún fræg?
10. Hvað þýðir orðið íslam?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er konan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Beltisdýr.
2. Norður- og #uður-Ameríku.
3. Hofsjökuls og Vatnajökuls.
4. A-ha.
5. Í Hafnarfirði.
6. Bommsí bommsí bomm. Sjá hér!
7. Varsjá.
8. Kraków.
9. Hryðjuverk.
10. Undirgefni, hlýðni, uppgjöf — í merkingunni að lúta vilja guðs.
***
Svör við aukaspurningum:
Breska leyniþjónustan eða MI6 hefur aðsetur í húsinu á fyrri myndinni. „Lögreglan“ er ekki rétt svar og „MI5“ heldur ekki.
Á seinni myndinni er Auður Jónsdóttir rithöfundur.
Er bein tilvitnun í Gerði starfsfræðikennara í Þinghólsskóla í Kópavogi á sinum tíma.
Þar sem Helgi Péturs í Ríó Tríó var einnig kennari í mannkynssögu að mig mynnir.
En Gerður þessi þótti frekar andstyggileg gribba og var frekar óheppin til andlits lega séð.
Og því þótti það frekar ótrúlegt að hún skildi hafa getið barn.
Og það brann á allra vörum að vita hver gæti verið barnsfaðirinn.