Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

991. spurningaþraut: Armadillo á Sprengisandi?

991. spurningaþraut: Armadillo á Sprengisandi?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða stofnun hefur aðsetur í þessari tilkomumiklu byggingu á bökkum Thamesár?

***

Aðalspurningar:

1.  Dýrategund ein (raunar nokkrar tegundir) kallast á flestum erlendum málum armadillo. Hvað eru þau dýr kölluð á íslensku?

2.  Armadillo býr núorðið aðeins í tveim heimálfum á heimskringlunni. Hvaða heimsálfur eru það?

3.  Milli hvaða meginjökla er Sprengisandur?

4.  Morten Harket heitir tónlistarmaður einn. Í hvaða hljómsveit eða tónlistarflokki gerði hann garðinn frægan á árum áður?

5.  Hvar er garðurinn Hellisgerði?

6.  Hver gerði Gerði grikk í sumar? Hver gerði Gerði ... hvað?

7.  Hvað heitir fjölmennasta borg Póllands?

8.  En hver er sú næst fjölmennasta þar í landi?

9.  Gudrun Ensslin var kona ein sem var töluvert í sviðsljósinu á áttunda áratugnum. Fyrir hvað var hún fræg?

10.  Hvað þýðir orðið íslam?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Beltisdýr.

2.  Norður- og #uður-Ameríku.

3.  Hofsjökuls og Vatnajökuls.

4.  A-ha.

5.  Í Hafnarfirði.

6.  Bommsí bommsí bomm. Sjá hér!

7.  Varsjá.

8.  Kraków.

9.  Hryðjuverk.

10.  Undirgefni, hlýðni, uppgjöf — í merkingunni að lúta vilja guðs.

***

Svör við aukaspurningum:

Breska leyniþjónustan eða MI6 hefur aðsetur í húsinu á fyrri myndinni. „Lögreglan“ er ekki rétt svar og „MI5“ heldur ekki.

Á seinni myndinni er Auður Jónsdóttir rithöfundur.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Hver gerði Gerði bomsí bomm.
    Er bein tilvitnun í Gerði starfsfræðikennara í Þinghólsskóla í Kópavogi á sinum tíma.
    Þar sem Helgi Péturs í Ríó Tríó var einnig kennari í mannkynssögu að mig mynnir.
    En Gerður þessi þótti frekar andstyggileg gribba og var frekar óheppin til andlits lega séð.
    Og því þótti það frekar ótrúlegt að hún skildi hafa getið barn.
    Og það brann á allra vörum að vita hver gæti verið barnsfaðirinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár