Viðbúnaðarstig lögreglu hefur verið hækkað. Það var gert fyrir tveimur vikum, þann 13. desember, en það var fyrst í dag að tilkynnt var um þennan breytta viðbúnað. Samkvæmt lögreglu var tilefni hækkunarinnar úrskurður Landsréttar um að lögreglan mætti ekki halda íslenskum manni sem er til rannsóknar, grunaður um að hafa lagt á ráðin um að fremja hryðjuverk hér á landi.
Samkvæmt kvarða lögreglunnar um viðbúnaðarstig þýðir núverandi ástand að vísbendingar séu um að öryggisógnir séu til staðar þó ekki þurfi að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana, samkvæmt því sem fram kemur á vef lögreglunnar.
„Samkvæmt verklagi á viðbúnaðarstigi B hafa sérsveit ríkislögreglustjóra, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, greiningardeild og fjarskiptamiðstöð lögreglu aukið viðbragðsgetu ef til voðaverka kæmi. Þetta felur í sér einföldun á ýmsum verkferlum, nánari samvinnu, aukna mönnun og hraðari viðbragðsgetu,“ segir enn fremur á vefnum.
Til viðbótar hefur lögreglan tekið upp nýjan kvarða á hættuna á hryðjuverkum sem hefur …
Athugasemdir