Leigufélagið Alma mun hækka leiguna hjá flóttamönnum frá Úkraínu í fjölbýlishúsinu á Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ um allt að 114 prósent. Um er að ræða 16 íbúðir sem í búa flóttamenn, þar á meðal börn, sem eru að flýja innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Flóttamennirnir hafa leigt út íbúðirnir á hagstæðu verði af öðrum leigusala en leigusamningar þeirra renna út í lok mars. Þetta kemur fram í bréfi frá Garðabæ til leigjendanna og samtölum Stundarinnar við heimildarmenn. Meðalhækkun leigunnar á þessum 16 íbúðum er 83 prósent.
Í bréfinu frá Garðabæ til leigjendanna segir orðrétt: „Garðabær hefur fengið upplýsingar um fyrirhugaða hækkun á íbúðum í Urriðaholtsstræti 26 sem mun taka gildi þegar leigusamningi ykkar við Einhorn (núverandi leigusala lýkur) og Alma leigufélag tekur yfir útleigu íbúðanna. Hækkunin er umtalsverð og Garðabær gerir sér grein fyrir að mörgum íbúum mun reynast erfitt að greiða svo háa leigu.“
Hvað er hægt að leggjast lágt .