Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sótthreinsuð frásögn bankastjóra sem vill endurskrifa söguna

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, reyn­ir að hvít­þvo banka­menn af ábyrgð á efna­hags­hrun­inu ár­ið 2008 í nýrri bók sinni. Hann seg­ir að Ís­land hafi lent í efna­hags­ham­förum líkt og svo marg­ar aðr­ir þjóð­ir ár­ið 2008 og að banka­hrun­ið á Ís­landi hafi ekki ver­ið ein­stakt held­ur lið­ur í stærri sögu. Lár­us held­ur því fram að sam­særi gegn ís­lensk­um banka­mönn­um hafi átt sér stað í kjöl­far hruns­ins, allt í þeim til­gangi að finna blóra­böggla.

Sótthreinsuð frásögn bankastjóra sem vill endurskrifa söguna
Hvítþvottarbók Lárus Welding hefur skrifað hvítþvottarbók fyrir bankamenn þar sem allsherjarsamsæri einstaklinga og ríkisstofnana gegn þeim er lýst.
Uppgjör bankamannsHöfundur: Lárus Welding 345 blaðsíður Útgefandi: Almenna bókafélagið

Lárus Welding er maður sem margir hér á landi hafa örugglega haft vissa samúð með. Hann var gerður að bankastjóra Glitnis, einungis þrítugur að aldri, við yfirtöku fjárfestingarfélagsins FL Group á bankanum vorið 2007.

Gögn sem urðu opinber eftir hrun sýndu að Lárus var frá byrjun undir mikilli pressu frá FL Group og stjórnarformanni félagsins, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, að gera það sem honum var sagt. Allir, sem vildu vita það, vissu að á þessum tíma var Jón Ásgeir valdamesti maðurinn í Glitni og ráðandi aðili í bankanum í gegnum eignarhald Baugs á FL Group. 

Í tölvupósti til Jóns Ásgeirs strax í júní 2007 kvartaði Lárus yfir því að stjórnarformaðurinn kæmi fram við hann „frekar eins og útibússtjóra en forstjóra“. Tölvupóstarnir sýndu að samskipti Lárusar og Jóns Ásgeirs voru eins og samband þolanda og geranda, enda gekk sá síðarnefndi á …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Hver skrifaði þessa ágætu grein?? Margt er hér til umhugsundar.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Góða fólkið og vonda fólkið... enn eina ferðina ? Hvernig væri nú að skoða af hverju bankarnir hrundu raunverulega... því þeir stóðu margfalt betur en erlendir kollegar þeirra.... sem ekki hrundu. Ekki það að banksterarnir okkar eigi hrós skilið fyrir fyrirhyggju og aðgæsluleysi... en er ekki kominn tími til að gá hvort það voru bara bakarar og smiðir sem voru bullandi sekir... og draga hina seku sem sitja enn pattarlegir í mikilmennskubrjálæði sínu til ábyrgðar. Því enn í dag eru sömu leikirnir spilaðir.

    Það var ...og er mjög auðvelt að sjá hversu stóran hluta Deutsche bank AG spilaði í málinu... ef þið látið af besservisserdæminu og farið í alvöru rannsóknir... sem þýðir að þið þurfið að spyrja til vegar... ekki bara hvora aðra eða erlenda sjálfskipaða sérfræðinga sem skrifa bækur af verulegri vanþekkingu.

    Og blessaður karlinn hann (Sigurjón var það ekki ?) sagði bara sannleikann á sínum tíma.... Deutche Bank stillti þeim upp við vegginn og tók þá svo af lífi... og fór hlægjandi burtu með lágmarksskaða.. í boði sjálfsblekkingar landans.

    Og Steingrímur kórónaði andskotann með því að vilja selja bretum sjálfsdæmi og gaf Magma gullið.... og þið sjáið það ekki ennþá ????
    -5
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Lárus fékk 300 milljónir í "komugjald" til Glitnis; fyrir það eitt að ráða sig til bankans. Um 600 milljónir á gengi dagsins. Flestir gætu sest í helgan stein með þá upphæð í handraðanum. Kemur þetta fram í bókinni?
    5
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Uppseld hjá forlaginu erþaggi? Hver kaupir? Það er auðvitað mannlegt að reyna bera í bætifláka fyrir sjálfan sig. Ég hefði keypt bók með afsökunarbeiðni og loforði um hrúgu af peningum inn í samfélagskerfin okkar. Sumir kunna bara ekki að skammast sín🤬
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár