Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sótthreinsuð frásögn bankastjóra sem vill endurskrifa söguna

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, reyn­ir að hvít­þvo banka­menn af ábyrgð á efna­hags­hrun­inu ár­ið 2008 í nýrri bók sinni. Hann seg­ir að Ís­land hafi lent í efna­hags­ham­förum líkt og svo marg­ar aðr­ir þjóð­ir ár­ið 2008 og að banka­hrun­ið á Ís­landi hafi ekki ver­ið ein­stakt held­ur lið­ur í stærri sögu. Lár­us held­ur því fram að sam­særi gegn ís­lensk­um banka­mönn­um hafi átt sér stað í kjöl­far hruns­ins, allt í þeim til­gangi að finna blóra­böggla.

Sótthreinsuð frásögn bankastjóra sem vill endurskrifa söguna
Hvítþvottarbók Lárus Welding hefur skrifað hvítþvottarbók fyrir bankamenn þar sem allsherjarsamsæri einstaklinga og ríkisstofnana gegn þeim er lýst.
Uppgjör bankamannsHöfundur: Lárus Welding 345 blaðsíður Útgefandi: Almenna bókafélagið

Lárus Welding er maður sem margir hér á landi hafa örugglega haft vissa samúð með. Hann var gerður að bankastjóra Glitnis, einungis þrítugur að aldri, við yfirtöku fjárfestingarfélagsins FL Group á bankanum vorið 2007.

Gögn sem urðu opinber eftir hrun sýndu að Lárus var frá byrjun undir mikilli pressu frá FL Group og stjórnarformanni félagsins, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, að gera það sem honum var sagt. Allir, sem vildu vita það, vissu að á þessum tíma var Jón Ásgeir valdamesti maðurinn í Glitni og ráðandi aðili í bankanum í gegnum eignarhald Baugs á FL Group. 

Í tölvupósti til Jóns Ásgeirs strax í júní 2007 kvartaði Lárus yfir því að stjórnarformaðurinn kæmi fram við hann „frekar eins og útibússtjóra en forstjóra“. Tölvupóstarnir sýndu að samskipti Lárusar og Jóns Ásgeirs voru eins og samband þolanda og geranda, enda gekk sá síðarnefndi á …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Hver skrifaði þessa ágætu grein?? Margt er hér til umhugsundar.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Góða fólkið og vonda fólkið... enn eina ferðina ? Hvernig væri nú að skoða af hverju bankarnir hrundu raunverulega... því þeir stóðu margfalt betur en erlendir kollegar þeirra.... sem ekki hrundu. Ekki það að banksterarnir okkar eigi hrós skilið fyrir fyrirhyggju og aðgæsluleysi... en er ekki kominn tími til að gá hvort það voru bara bakarar og smiðir sem voru bullandi sekir... og draga hina seku sem sitja enn pattarlegir í mikilmennskubrjálæði sínu til ábyrgðar. Því enn í dag eru sömu leikirnir spilaðir.

    Það var ...og er mjög auðvelt að sjá hversu stóran hluta Deutsche bank AG spilaði í málinu... ef þið látið af besservisserdæminu og farið í alvöru rannsóknir... sem þýðir að þið þurfið að spyrja til vegar... ekki bara hvora aðra eða erlenda sjálfskipaða sérfræðinga sem skrifa bækur af verulegri vanþekkingu.

    Og blessaður karlinn hann (Sigurjón var það ekki ?) sagði bara sannleikann á sínum tíma.... Deutche Bank stillti þeim upp við vegginn og tók þá svo af lífi... og fór hlægjandi burtu með lágmarksskaða.. í boði sjálfsblekkingar landans.

    Og Steingrímur kórónaði andskotann með því að vilja selja bretum sjálfsdæmi og gaf Magma gullið.... og þið sjáið það ekki ennþá ????
    -5
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Lárus fékk 300 milljónir í "komugjald" til Glitnis; fyrir það eitt að ráða sig til bankans. Um 600 milljónir á gengi dagsins. Flestir gætu sest í helgan stein með þá upphæð í handraðanum. Kemur þetta fram í bókinni?
    5
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Uppseld hjá forlaginu erþaggi? Hver kaupir? Það er auðvitað mannlegt að reyna bera í bætifláka fyrir sjálfan sig. Ég hefði keypt bók með afsökunarbeiðni og loforði um hrúgu af peningum inn í samfélagskerfin okkar. Sumir kunna bara ekki að skammast sín🤬
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár