Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sótthreinsuð frásögn bankastjóra sem vill endurskrifa söguna

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, reyn­ir að hvít­þvo banka­menn af ábyrgð á efna­hags­hrun­inu ár­ið 2008 í nýrri bók sinni. Hann seg­ir að Ís­land hafi lent í efna­hags­ham­förum líkt og svo marg­ar aðr­ir þjóð­ir ár­ið 2008 og að banka­hrun­ið á Ís­landi hafi ekki ver­ið ein­stakt held­ur lið­ur í stærri sögu. Lár­us held­ur því fram að sam­særi gegn ís­lensk­um banka­mönn­um hafi átt sér stað í kjöl­far hruns­ins, allt í þeim til­gangi að finna blóra­böggla.

Sótthreinsuð frásögn bankastjóra sem vill endurskrifa söguna
Hvítþvottarbók Lárus Welding hefur skrifað hvítþvottarbók fyrir bankamenn þar sem allsherjarsamsæri einstaklinga og ríkisstofnana gegn þeim er lýst.
Uppgjör bankamannsHöfundur: Lárus Welding 345 blaðsíður Útgefandi: Almenna bókafélagið

Lárus Welding er maður sem margir hér á landi hafa örugglega haft vissa samúð með. Hann var gerður að bankastjóra Glitnis, einungis þrítugur að aldri, við yfirtöku fjárfestingarfélagsins FL Group á bankanum vorið 2007.

Gögn sem urðu opinber eftir hrun sýndu að Lárus var frá byrjun undir mikilli pressu frá FL Group og stjórnarformanni félagsins, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, að gera það sem honum var sagt. Allir, sem vildu vita það, vissu að á þessum tíma var Jón Ásgeir valdamesti maðurinn í Glitni og ráðandi aðili í bankanum í gegnum eignarhald Baugs á FL Group. 

Í tölvupósti til Jóns Ásgeirs strax í júní 2007 kvartaði Lárus yfir því að stjórnarformaðurinn kæmi fram við hann „frekar eins og útibússtjóra en forstjóra“. Tölvupóstarnir sýndu að samskipti Lárusar og Jóns Ásgeirs voru eins og samband þolanda og geranda, enda gekk sá síðarnefndi á …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Hver skrifaði þessa ágætu grein?? Margt er hér til umhugsundar.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Góða fólkið og vonda fólkið... enn eina ferðina ? Hvernig væri nú að skoða af hverju bankarnir hrundu raunverulega... því þeir stóðu margfalt betur en erlendir kollegar þeirra.... sem ekki hrundu. Ekki það að banksterarnir okkar eigi hrós skilið fyrir fyrirhyggju og aðgæsluleysi... en er ekki kominn tími til að gá hvort það voru bara bakarar og smiðir sem voru bullandi sekir... og draga hina seku sem sitja enn pattarlegir í mikilmennskubrjálæði sínu til ábyrgðar. Því enn í dag eru sömu leikirnir spilaðir.

    Það var ...og er mjög auðvelt að sjá hversu stóran hluta Deutsche bank AG spilaði í málinu... ef þið látið af besservisserdæminu og farið í alvöru rannsóknir... sem þýðir að þið þurfið að spyrja til vegar... ekki bara hvora aðra eða erlenda sjálfskipaða sérfræðinga sem skrifa bækur af verulegri vanþekkingu.

    Og blessaður karlinn hann (Sigurjón var það ekki ?) sagði bara sannleikann á sínum tíma.... Deutche Bank stillti þeim upp við vegginn og tók þá svo af lífi... og fór hlægjandi burtu með lágmarksskaða.. í boði sjálfsblekkingar landans.

    Og Steingrímur kórónaði andskotann með því að vilja selja bretum sjálfsdæmi og gaf Magma gullið.... og þið sjáið það ekki ennþá ????
    -5
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Lárus fékk 300 milljónir í "komugjald" til Glitnis; fyrir það eitt að ráða sig til bankans. Um 600 milljónir á gengi dagsins. Flestir gætu sest í helgan stein með þá upphæð í handraðanum. Kemur þetta fram í bókinni?
    5
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Uppseld hjá forlaginu erþaggi? Hver kaupir? Það er auðvitað mannlegt að reyna bera í bætifláka fyrir sjálfan sig. Ég hefði keypt bók með afsökunarbeiðni og loforði um hrúgu af peningum inn í samfélagskerfin okkar. Sumir kunna bara ekki að skammast sín🤬
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár