Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jólaverslun í blóma en færri gefa fátækum börnum pakka

Mun færri jólapakk­ar handa börn­um sem al­ast upp í fá­tækt hafa ver­ið sett­ir und­ir tréð í Kringl­unni það sem af er að­ventu í ár sam­an­bor­ið við fyrri ár. Mark­aðs­stjóri Kringl­unn­ar seg­ir sam­drátt­inn að nálg­ast 40 pró­sent. Ís­lend­ing­ar hafa hins veg­ar ekki sleg­ið af í jóla­versl­un­inni því áætl­að er að heild­ar­velta smá­vöru­versl­ana verði ríf­lega 123 millj­arð­ar og að hin svo­kall­aða vísi­tölu­fjöl­skylda muni eyða að með­al­tali tæp­um 300 þús­und krón­um í jóla­hald­ið.

Jólaverslun í blóma en færri gefa fátækum börnum pakka
Markaðsstjóri Kringlunnar segir að mun færri hafi keypt aukagjöf en áður á aðventu og vonar að úr rætist svo að hægt verði að gefa öllum börnum jólagjöf. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það er síst skárra ástandið og er frekar að nálgast 40 prósenta samdrátt í framlögum á netinu og við tréð,“ sagði Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, í samtali við Stundina í byrjun vikunnar en hún hafði svarað því til fyrir helgi að þátttakan í söfnuninni væri 30 prósentum minni en áður. 

„Hækkun verðlags og óvissuþættir í efnahagsumhverfinu kunna að hafa þarna áhrif en við vonum að það rætist úr söfnuninni og við náum að tryggja öllum börnum jólagjöf,“  sagði hún. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarf kirkjunnar hafa undanfarin ár fengið pakkana og gefið þá áfram til barna sem búa við þröngan kost.  

Við biðlum til gesta að kaupa eina aukagjöf og setja við jólatréð í Kringlunni,“ segir Baldvina og bætir við að einnig sé hægt að styrkja söfnunina með framlögum í gegnum netið. Þá séu keyptar gjafir fyrir andvirði þess sem þar safnast og þær settar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár