Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jólaverslun í blóma en færri gefa fátækum börnum pakka

Mun færri jólapakk­ar handa börn­um sem al­ast upp í fá­tækt hafa ver­ið sett­ir und­ir tréð í Kringl­unni það sem af er að­ventu í ár sam­an­bor­ið við fyrri ár. Mark­aðs­stjóri Kringl­unn­ar seg­ir sam­drátt­inn að nálg­ast 40 pró­sent. Ís­lend­ing­ar hafa hins veg­ar ekki sleg­ið af í jóla­versl­un­inni því áætl­að er að heild­ar­velta smá­vöru­versl­ana verði ríf­lega 123 millj­arð­ar og að hin svo­kall­aða vísi­tölu­fjöl­skylda muni eyða að með­al­tali tæp­um 300 þús­und krón­um í jóla­hald­ið.

Jólaverslun í blóma en færri gefa fátækum börnum pakka
Markaðsstjóri Kringlunnar segir að mun færri hafi keypt aukagjöf en áður á aðventu og vonar að úr rætist svo að hægt verði að gefa öllum börnum jólagjöf. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það er síst skárra ástandið og er frekar að nálgast 40 prósenta samdrátt í framlögum á netinu og við tréð,“ sagði Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, í samtali við Stundina í byrjun vikunnar en hún hafði svarað því til fyrir helgi að þátttakan í söfnuninni væri 30 prósentum minni en áður. 

„Hækkun verðlags og óvissuþættir í efnahagsumhverfinu kunna að hafa þarna áhrif en við vonum að það rætist úr söfnuninni og við náum að tryggja öllum börnum jólagjöf,“  sagði hún. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarf kirkjunnar hafa undanfarin ár fengið pakkana og gefið þá áfram til barna sem búa við þröngan kost.  

Við biðlum til gesta að kaupa eina aukagjöf og setja við jólatréð í Kringlunni,“ segir Baldvina og bætir við að einnig sé hægt að styrkja söfnunina með framlögum í gegnum netið. Þá séu keyptar gjafir fyrir andvirði þess sem þar safnast og þær settar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár