„Það er síst skárra ástandið og er frekar að nálgast 40 prósenta samdrátt í framlögum á netinu og við tréð,“ sagði Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, í samtali við Stundina í byrjun vikunnar en hún hafði svarað því til fyrir helgi að þátttakan í söfnuninni væri 30 prósentum minni en áður.
„Hækkun verðlags og óvissuþættir í efnahagsumhverfinu kunna að hafa þarna áhrif en við vonum að það rætist úr söfnuninni og við náum að tryggja öllum börnum jólagjöf,“ sagði hún. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarf kirkjunnar hafa undanfarin ár fengið pakkana og gefið þá áfram til barna sem búa við þröngan kost.
„Við biðlum til gesta að kaupa eina aukagjöf og setja við jólatréð í Kringlunni,“ segir Baldvina og bætir við að einnig sé hægt að styrkja söfnunina með framlögum í gegnum netið. Þá séu keyptar gjafir fyrir andvirði þess sem þar safnast og þær settar …
Athugasemdir