Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur hætt við 100 milljóna króna framlag til sjónvarpsstöðvar sem framleiðir eigin efni á landsbyggðinni. Þess í stað er Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra falið að að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Þetta kemur fram í nýju nefndaráliti fjárlaganefndar um fjárlagafrumvarpið sem birt var á vef Alþingis í kvöld. Þar er vísað í umræðu í fjölmiðlum í dag um styrkinn.
Fyrri ákvörðun nefndarinnar um að bæta 100 milljóna framlagi á fjárlögin vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð kom nokkuð óvænt fram þann 5. desember síðastliðinn. N4 er eina sjónvarpsstöðin sem starfar á landsbyggðinni en auk hennar framleiða Víkurfréttir vefþætti.
Í morgun greindi Kjarninn svo frá því að framkvæmdastjóri N4, María Björk Ingvadóttir, hefði …
Athugasemdir (3)