Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hið illa sigrar þegar góðir menn sitja hjá ...

Arn­ór Ingi Hjart­ar­son skrif­ar um fyrstu skáld­sögu Skúla Sig­urðs­son­ar og seg­ir: Öðr­um þræði er þetta sum­sé eins kon­ar of­ur­hetju­saga að form­inu til, en um leið sæk­ir hún margt til milleni­um-bálks­ins eft­ir Stieg Lars­son og ógrynni hefnd­ar­sagna.

Hið illa sigrar þegar góðir menn sitja hjá ...
Bók

Stóri bróð­ir

Höfundur Skúli Sigurðsson
Drápa
528 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Hið illa sigrar þegar góðir menn sitja aðgerðalausir hjá og ég neita, ég neita, að sitja hjá.“ Þannig kemst hin eiginlega söguhetja fyrstu skáldsögu Skúla Sigurðssonar að orði. Líkt og leðurblökumaðurinn hefur Stóri bróðir lag á hinu leikræna í krossferð sinni gegn kynferðisbrotamönnum. Bókin segir frá tilurð hins svartklædda refsara og eltingarleiknum við lögreglu og blaðamenn. Titilpersónan sver sig í ætt við téðan leðurblökumann en skýrasta fyrirmyndin er þó The Punisher, slátrari skítseiða og sökudólga (og misráðinn dýrlingur meðal margra raunverulegra lögreglumanna sem kjósa að bera merki útlagans). Enn aðra fyrirmynd má finna í leigubílstjóra Martins Scorsese. Raunar klæðist Stóri bróðir hermannajakka þess síðastnefnda og fer með einræður sem gætu allt eins verið skornar beint úr dagbókum hans, rétt eins og þær enduróma manífestó Blökunnar og Refsarans:

„Ofbeldismenn, illmenni, níðingar og skepnur. Þeir sem brjóta á þeim sem minna mega sín til að fullnægja fýsnum sínum og óeðli. Þeir mega …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár