„Hið illa sigrar þegar góðir menn sitja aðgerðalausir hjá og ég neita, ég neita, að sitja hjá.“ Þannig kemst hin eiginlega söguhetja fyrstu skáldsögu Skúla Sigurðssonar að orði. Líkt og leðurblökumaðurinn hefur Stóri bróðir lag á hinu leikræna í krossferð sinni gegn kynferðisbrotamönnum. Bókin segir frá tilurð hins svartklædda refsara og eltingarleiknum við lögreglu og blaðamenn. Titilpersónan sver sig í ætt við téðan leðurblökumann en skýrasta fyrirmyndin er þó The Punisher, slátrari skítseiða og sökudólga (og misráðinn dýrlingur meðal margra raunverulegra lögreglumanna sem kjósa að bera merki útlagans). Enn aðra fyrirmynd má finna í leigubílstjóra Martins Scorsese. Raunar klæðist Stóri bróðir hermannajakka þess síðastnefnda og fer með einræður sem gætu allt eins verið skornar beint úr dagbókum hans, rétt eins og þær enduróma manífestó Blökunnar og Refsarans:
„Ofbeldismenn, illmenni, níðingar og skepnur. Þeir sem brjóta á þeim sem minna mega sín til að fullnægja fýsnum sínum og óeðli. Þeir mega …
Athugasemdir