„Það hefur aldrei verið mikil hjálp í Guði, og síst þegar verulega á reynir,“ segir í Gula kafbátnum. Guð verður þó að einni af aðalpersónum bókarinnar, litskrúðugur og skemmtilegur, þótt hann sé bölvað fól.
Tæplega sjö ára gamall drengur missir móður sína. Hann finnur enga huggun eða svör í umhverfi sínu og byrjar því að lesa Biblíuna, bókina sem bæði á að veita huggunina og svörin. Við honum blasir það sem mörgum manninum hefur komið í opna skjöldu við þann lestur, refsandi og reiður guð, hefnigjarnt illmenni.
Og þar sem faðir drengsins hefur suma af þeim eiginleikum – verður reiður, refsar honum fyrir ýmsar sakir og virðist leita svara í vodkadrykkju og tónlist, þá ímyndar drengurinn sér að hann sé að drekka með Guði og sá meingallaði Guð fylgir honum alla söguna.
Drengurinn leitar huggunar í því sem móðirin hélt að honum á meðan hún var á lífi; tónlist og …
Athugasemdir