Sár sem aldrei lokast

Guli kaf­bát­ur­inn er fjór­tánda skáld­saga Jóns Kalm­ans Stef­áns­son­ar og hér er hann á kunn­ug­leg­um slóð­um. Móð­ur­lausi dreng­ur­inn í Safa­mýr­inni, á Strönd­um, í Kefla­vík, um hann hef­ur áð­ur ver­ið skrif­að í öðr­um verk­um, t.d. Snark­inu í stjörn­un­um og Ým­is­legt um risaf­ur­ur og tím­ann, skrif­ar Þór­unn Hrefna.

Sár sem aldrei lokast
Bók

Guli kaf­bát­ur­inn

Höfundur Jón Kalman Stefánsson
Benedikt bókaútgáfa
336 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Það hefur aldrei verið mikil hjálp í Guði, og síst þegar verulega á reynir,“ segir í Gula kafbátnum. Guð verður þó að einni af aðalpersónum bókarinnar, litskrúðugur og skemmtilegur, þótt hann sé bölvað fól.

Tæplega sjö ára gamall drengur missir móður sína. Hann finnur enga huggun eða svör í umhverfi sínu og byrjar því að lesa Biblíuna, bókina sem bæði á að veita huggunina og svörin. Við honum blasir það sem mörgum manninum hefur komið í opna skjöldu við þann lestur, refsandi og reiður guð, hefnigjarnt illmenni.

Og þar sem faðir drengsins hefur suma af þeim eiginleikum – verður reiður, refsar honum fyrir ýmsar sakir og virðist leita svara í vodkadrykkju og tónlist, þá ímyndar drengurinn sér að hann sé að drekka með Guði og sá meingallaði Guð fylgir honum alla söguna.

Drengurinn leitar huggunar í því sem móðirin hélt að honum á meðan hún var á lífi;  tónlist og …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár