Virginía Woolf (f. 1882) var afkastamikill rithöfundur og skáldsögur hennar teljast til brautryðjendaverka í módernískum bókmenntum Vesturlanda. Hún er líka þekkt fyrir fjölmargar ritgerðir sínar um bókmenntir og stöðu kvenna, sú alþekktasta er án efa Sérherbergi.
Þessi bók hefur að geyma æviskrif sem komu út árið 1976 en eru skrifuð á rúmu ári, 1939-40. Woolf lést árið 1941.
Í Útlínum liðins tíma lýsir Woolf lífinu í Bretlandi á Viktoríutímanum, bæði heimilishaldi og fjölskrúðugu mannlífinu, einkum staðnæmist hún við þá tíma sem fjölskyldan dvelur á St. Ives í Cornwall, sumardvalarstað sem hún elskaði. Mörgu áhugaverðu lýsir hún, eins og t.d. ýmsu um samskipti kynjanna, „reglunum“ í kringum samdrátt fólks, bónorð og giftingar. Þungamiðja verksins er síðan hinn mikli missir, dauði móður hennar og systur með einungis tveggja ára millibili, og nánast óbærileg vistin með krefjandi föður eftir andlát þessara mikilvægu kvenpersóna.
Virginía Woolf hefur blendnar tilfinningar til æviskrifanna, er full efasemda …
Athugasemdir