Fortíðin er framandi land stendur einhvers staðar, en okkur hættir til að gleyma því og muna frekar það sem er kunnuglegt og staðfestir heimsmynd okkar. Við þykjumst þekkja ákveðin tímabil, persónur og atburði úr mannkynssögunni og Íslandssögunni og oft og tíðum finnst okkur að manneskjan sé alltaf söm við sig, að hjörtum mannanna svipi saman í samtíma okkar og í fortíðinni. En stundum rekumst við líka á veggi þegar við reynum að lifa okkur inn í fortíðina og við erum gjarnan blind á þá þætti hennar sem sannarlega eru frábrugðin okkar eigin tíma á hvað róttækastan hátt.
Útbreiðsla og áhrif spíritisma og rannsókna á honum á Íslandi og víðar um hinn vestræna heim í upphafi 20. aldar eru frábært dæmi um þetta. Fyrir flestu nútímafólki hlýtur það að vera næstum óskiljanlegt að deilur um líf eftir dauðann og möguleikann á því að sanna það með „vísindalegum hætti“ hafi verið stór …
Athugasemdir