Lesendur muna kannski eftir dularfullum hávaða sem heyrðist á Akureyri fyrir nokkrum misserum og komst reglulega í fréttirnar. Í Ljósagangi hefur Dagur Hjartarson fært hávaðann dularfulla suður yfir heiðar, þar sem hann heyrist frá göngubrú á Hringbraut og er orðinn að sjálfum niði aldanna. Eitthvað sem ærir marga nágranna brúarinnar, flestir borgarbúar eru helteknir af þessu dularfulla hljóði og aukaverkanirnar eru meðal annars þær að skyndilega rjúka ljóðabækur á toppinn á metsölulistum.
Þetta er fínasta upplegg fyrir ljóðræna vísindaskáldsögu. Fljótlega fer maður þó að velta fyrir sér hver ætlunin sé; á þetta að vera brandari eða alvara, er þetta bók um mátt ljóðsins eða góðlátleg háðsádeila um ljóðlistina – eða jafnvel bæði? Hvorugt gengur þó upp, bókin er sjaldnast sérstaklega ljóðræn eða djúp og enn sjaldnar fyndin. Tökum bara tvö dæmi:
„Augu þín tveir kransar sem voru lagðir ofan á morguninn.“
„í dögginni voru þeir eins og hlutir sem …
Athugasemdir