Angústúra gefur bókina út, en hún er sú 21. í áskriftarröð Angústúru. Þetta eru stílhreinar og fallegar litlar kiljur, og á bókaröðin að færa lesendum „vandaðar þýðingar á áhugaverðum verkum sem víkka sjóndeildarhringinn“, og smellpassar Á nóttunni er allt blóð svart inn í þá lýsingu.
Sagan hefst í skotgröfum í Þýskalandi í fyrri heimsstyrjöld þar sem senegalski hermaðurinn Alfa verður vitni að dauða vinar síns Mademba, sem er honum meira en bróðir, eins og Alfa klifar á í sögunni. Þessi atburður hrindir Alfa yfir brúnina í þegar sturluðu umhverfi skotgrafanna.
Bókin er stutt en kemur sögu Alfa vel til skila þar sem hann rifjar upp aðdraganda ferðar þeirra Mademba frá heimalandinu í blóðbaðið. Þegar upp er staðið eru það ekki síst klifanir Alfa á „gvuðsver að“ sem býr fljótt til sterka tilfinningu lesandans fyrir örvæntingu hans, manns sem hefur yfirgefið allt sem hann þekkir ásamt Mademba til að drepa hvíta …
Athugasemdir