Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ríkisendurskoðun haggast ekki í afstöðu sinni þrátt fyrir gagnrýni

„Ekki er um neinn mis­skiln­ing af hálfu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar að ræða,“ seg­ir í til­kynn­ingu stofn­un­ar­inn­ar, sem gagn­rýnd hef­ur ver­ið und­an­farna daga fyr­ir skýrslu um einka­væð­ingu 22,5 pró­senta hlut­ar í Ís­lands­banka.

Ríkisendurskoðun haggast ekki í afstöðu sinni þrátt fyrir gagnrýni
Salan skoðuð Ríkisendurskoðun gerði fjölmargar athugasemdir við söluferli Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlutar í Íslandsbanka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ríkisendurskoðun segir skýrslu sína um einkavæðingu á 22,5 prósenta hlutar í Íslandsbanka standa óhaggaða, þrátt fyrir gagnrýni forsvarsmanna Bankasýslunnar og tiltekinna fjölmiðla undanfarna daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni

Þar talar Ríkisendurskoðun um aðdróttanir ákveðinna fjölmiðla, sem hafi gefið til kynna að annarleg sjónarmið hafi ráðið för við úttektarvinnu embættisins á einkavæðingu Íslandsbanka, að umfjöllun Ríkisendurskoðunar um tilboðabók söluferlisins byggi á misskilningi embættisins. „Það er rangt,“ segir í tilkynningunni. 

Málið snýst aðalega um excel-skjal sem notað var til að safna tilboðum frá ólíkum söluaðilum í útboðinu. Eins og rakið er í skýrslu Ríkisendurskoðunar voru send út skjöl sem söluaðilar fylltu út í og sendu til baka. Þeim var síðan steypt saman í eitt stórt excel-skjal, vistuðu á Microsoft Teams drifi í Íslandsbanka, og það notað til grundvallar mats á eftirspurn eftir ríkishlutum í bankanum. 

„Ekki …
Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár