Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Söfnuðu tilboðum í eitt stórt Excel-skjal

Til­boð­um í hluti rík­is­ins í Ís­lands­banka var safn­að sam­an í Excel-skjöl­um sem síð­an voru sam­ein­uð í eitt stórt skjal hjá Ís­lands­banka. Rík­is­end­ur­skoð­un upp­götv­aði í sum­ar að sum­ar töl­ur í skjal­inu hafi ver­ið rangt skrif­að­ar svo þær reikn­uð­ust ekki með þeg­ar unn­ið var með skjal­ið á sölu­degi.

Söfnuðu tilboðum í eitt stórt Excel-skjal

Ríkisendurskoðun gagnrýnir hvernig haldið var utan um tilboð þegar 22,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur í mars á þessu ári. Söluaðilar fengu sent Excel-skjal frá Íslandsbanka sem þeir áttu að fylla út í og senda til baka með þeim tilboðum sem bárust frá fjárfestum. Gögnunum var svo safnað saman í eitt stórt Excel-skjal sem vistað var miðlægt í Microsoft Teams, sem er ský- og samskiptaþjónusta sem margir vinnustaðir nota, og var skjalið uppfært þar eftir því sem tilboð bárust. 

Enginn annar hugbúnaður en Excel var til staðar hjá Íslandsbanka, sem sjálfur var einn þriggja söluaðila í útboðinu. 

„Á fundi Ríkisendurskoðunar með Íslandsbanka í ágúst 2022 fullyrti bankinn að sérhannað kerfi sem hefði komið að notum væri ekki aðgengilegt hér á landi enda væri það talið of kostnaðarsamt í ljósi þess hve fáar sambærilegar …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár