Ríkisendurskoðun gagnrýnir hvernig haldið var utan um tilboð þegar 22,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur í mars á þessu ári. Söluaðilar fengu sent Excel-skjal frá Íslandsbanka sem þeir áttu að fylla út í og senda til baka með þeim tilboðum sem bárust frá fjárfestum. Gögnunum var svo safnað saman í eitt stórt Excel-skjal sem vistað var miðlægt í Microsoft Teams, sem er ský- og samskiptaþjónusta sem margir vinnustaðir nota, og var skjalið uppfært þar eftir því sem tilboð bárust.
Enginn annar hugbúnaður en Excel var til staðar hjá Íslandsbanka, sem sjálfur var einn þriggja söluaðila í útboðinu.
„Á fundi Ríkisendurskoðunar með Íslandsbanka í ágúst 2022 fullyrti bankinn að sérhannað kerfi sem hefði komið að notum væri ekki aðgengilegt hér á landi enda væri það talið of kostnaðarsamt í ljósi þess hve fáar sambærilegar …
Athugasemdir