Fátt í söluferli ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka er hafið yfir gagnrýni. Ríkisendurskoðun segist ekki hafa gert tæmandi rannsókn á einkavæðingunni en gagnrýnir þó allt frá fyrirkomulagi sölunnar til upplýsingagjafar til Alþingis og almennings. Sjálf frumforsendan, fullyrðingar um að söluverðið hafi verið gott og byggt á mati á eftirspurn, er verulega málum blandið.
Standa hefði þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar, markmið og viðmið voru á reiki, hugtakanotkun og upplýsingagjöf voru ekki til þess fallin að gefa skýra mynd af tilhögun ferlisins og Bankasýslan var afar háð utanaðkomandi ráðgjöf og þekkingu. Þetta eru meðal meginniðurstaðna Ríkisendurskoðunar um einkavæðinguna, samkvæmt skýrslu sem stofnunin skilaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær, sunnudag, og Stundin hefur afrit af. „Eins og tilboðsfyrirkomulagið var afmarkað og útfært gat það ekki tryggt fullt jafnræði þeirra fjárfesta sem því var beint að,“ segir í skýrslunni.
Ríkisendurskoðun gerir líka athugasemdir við þær kröfur sem gerðar voru …
Athugasemdir (1)