Vinur minn einn, hátt settur, mikils metinn, þaulreyndur, gegn og grandvar embættismaður í stjórnsýslunni, sagði við mig um daginn: Okkur greinir enn á um dómsmálin. Já, sagði ég, en við erum á einu máli að heita má um næstum allt annað. Hann hló. Köllum hann Óskar Nafnleyndar. Samtal okkar fer hér á eftir, við stiklum á stóru.
Galin hugmynd?
Óskar: Það var gersamlega galin hugmynd að Ísland gæti orðið fyrirmynd annarra landa í lögum og rétti með því að dæma alla þessa bankamenn í fangelsi. Engin önnur þjóð fór eins að. Hvaðan skyldi 340.000 hræðum á hjara veraldar koma slíkir yfirburðir umfram önnur lönd? Og það í lögfræði!
Þorvaldur: Já, ég skil, en bíddu. Hér voru 36 manns (30 bankamenn, þrír framkvæmdastjórar og tveir endurskoðendur ásamt einum ráðuneytisstjóra) dæmd til samtals 88 ára fangelsisvistar fyrir lögbrot tengd hruninu, tvö og hálft ár á mann að meðaltali. Svipaður fjöldi var dæmdur …
Athugasemdir (1)