Það hafa skipst á skin og skúrir í lífi Elísabetar Jökulsdóttur rithöfundar. Þegar hún er spurð hvenær og hvers vegna á lífsleiðinni hún hafi þurft á því að halda að finna hamingjuna aftur þá nefnir hún nokkur dæmi. Fyrst nefnir hún óhamingjuna sem hún upplifði þegar hún var lögð í einelti í skóla í tvo vetur þegar hún var 11–12 ára.
„Það var hræðilegt. Pabbi og mamma voru nýskilin og ég fór í nýjan skóla og náði engu sambandi við krakkana. Það var stelpuklíka í bekknum sem réði öllu og sem notaði þá taktík að láta eins og maður væri ekki til, að horfa ekki á mann eða horfa á mann með fyrirlitningaraugnaráði. Ég fékk ekki að vera með í partíum og maður var útilokaður úr öllu félagslífi. Þetta var andlegt ofbeldi og þetta fór rosalega illa með sjálfsmyndina. Mér fannst ég vera alger skítur og ég var alltaf að …
Athugasemdir (1)