Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég bið Íslendinga um hjálp“

Einn af þeim fimmtán sem brott­vís­að var til Grikk­lands í síð­ustu viku var Nour Ahmad, af­gansk­ur strák­ur sem kom hing­að fylgd­ar­laus í lok árs 2021, þá sautján ára og því barn í skiln­ingi laga. Hann er nú í Aþenu, ótta­sleg­inn, hjálp­ar­vana og heim­il­is­laus og seg­ist þrá að koma aft­ur til Ís­lands og ganga í skóla „eins og ís­lensk börn“.

„Ég bið Íslendinga um hjálp“
Einn í Aþenu Nour Ahmad kom einn síns liðs til Íslands í desember í fyrra. Hann varð átján ára á Íslandi og því meðhöndlaður sem fullorðinn af yfirvöldum hér. Nour var vísað úr landi í síðustu viku til Grikklands þar sem hann á hvorki heimili né aðstandendur. Mynd: Úr einkasafni

Nour Ahmad, átján ára strákur frá Afganistan, var sofandi þegar tveir lögreglumenn börðu á hurðina hjá honum um miðja nótt í Bæjarhrauni í Hafnarfirði þar sem hann dvaldi í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.

„Ég vaknaði við fyrsta bankið og svo héldu þeir áfram þar til ég opnaði dyrnar. Þeir kynntu sig sem lögreglumenn og sögðu mér að ég væri að fara aftur til Grikklands,“ segir hann. Því næst pakkaði hann niður því litla sem hann átti og var svo fylgt á lögreglustöðina á Hlemmi þar sem dótið hans var tekið, honum komið fyrir í herbergi þar sem hann var í sólarhring eða þar til honum var vísað úr landi. „Þetta var mjög erfitt, ég var svo hræddur við að fara aftur til Grikklands. Eina sem ég gat hugsað var; ef ég fer til baka, hvað á ég að gera? Ég á engan að í Grikklandi og það bíður …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár