„Málið er statt þannig núna að einn af sakborningunum tíu, Ricardo Gustavo, hefur krafist þess að skipt verði um dómara í málinu. Rannsókninni er lokið og réttarhöldin geta hafist þegar búið verður að afgreiða þetta atriði. Gustavo vill meina að dómarinn, Kobus Muller, hafi sagt hluti um málið sem gera hann vanhæfan til að dæma í því,“ segir Werner Menges, blaðamaður namibíska blaðsins The Namibian, aðspurður um hvernig staðan sé á rannsókn og réttarhöldum í Samherjamálinu í Namibíu, sem kallast Fishrot-málið á ensku.
Stærsta spillingarmál í sögu Namibíu
Werner Menges segir að Samherjamálið í Namibíu sé af þeirri stærðargráðu að það sé stærsta spillingarmál sem komið hefur upp í landinu. „Ég hef fjallað um mörg spillingarmál og ég tel að vegna þess hversu háar fjárhæðir um ræðir í málinu og hversu …
Athugasemdir (1)