Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Líf í brotum

Þetta er ljóða­bók sem þú týn­ir þér í um stund­ar­sak­ir, rekst þar oft­ar en ekki á sjálf­an þig, hugs­an­lega með sex­hleyp­urn­ar í hönd, og þú staldr­ar ábyggi­lega leng­ur við en þú átt­ir von á.

Líf í brotum
Bók

Mann­dóm­ur

Höfundur Þorvaldur Sigurbjörn Helgason
Forlagið - Mál og menning
63 blaðsíður
Gefðu umsögn

Ég þóttist þekkja litla drenginn framan á kápunni, um leið og ég fékk bókina í hendurnar. „Sjaldan hefur „hin umkomulausa stutta bernska“ verið fest áhrifaríkar á mynd,“ skrifar Walter Benjamin um ljósmynd af Franz Kafka, á svipuðu reki og sá sem mundar kúrekabyssurnar framan á manndómi eftir Þorvald Sigurbjörn Helgason. Ég sá sjálfan mig í þessari bláu derhúfu, strigaskónum og silfurlitum sexhleypunum. Og þessum dökku, alvarlegu augum. Þetta eru mín augu og þó ekki. Þau minna mig um leið á enn önnur augu. „Ólýsanlega döpur augu mæna á landslagið fram undan og eftir því hlerar kuðungur í stóru eyra.“ Þetta eru augu sem við könnumst við, augu ókunnugs drengs sem við erum á einhvern hátt ævinlega náin. Það sama má segja um ljóðin sem mynda manndóm Þorvaldar Sigurbjörns Helgasonar. Þetta eru mannlegar ímyndir, atriði, andartök úr lífi skálds, ljóð sem leitast við að veita lesanda innsýn í líf annars, og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár