Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Myndin af mömmu

Sakn­að­ar­ilm­ur er bók skrif­uð af hug­rekki og inni­legri löng­un til þess að skýra og skil­greina flók­ið mæðgna­sam­band. Helstu höf­und­ar­ein­kenni Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur eru nán­ast bernsk ein­lægni, fyndni og svo­lít­ill óhemju­skap­ur í stíln­um.

Myndin af mömmu
Elísabet Jökulsdóttir Höfundur bókarinnar Saknaðarilmur. Mynd: Heiða Helgadóttir
Bók

Sakn­að­ar­ilm­ur

Höfundur Elísabet Jökulsdóttir
Mál og menning
Gefðu umsögn

Í upphafi Saknaðarilms segir sögukonan Elísabet frá því þegar hún býður móður sinni í sunnudagslæri, en matarboðið endar með ósköpum. Kvöldið áður hefur dóttirin verið í sjónvarpsviðtali og móðirin gagnrýnir hana fyrir að hafa ekki talað rétta íslensku. Henni finnst hún líka hafa sagt of mikið, sagt rangt frá og hún er ósátt við hvaða orð hún valdi að nota. Þessar samræður mæðgnanna um það sem sagt er, hvaða orð eru notuð og ekki notuð enda með því að krabbameinssjúk móðirin rýkur grátandi á dyr.

*

Í hvers konar sjálfsvinnu er fólki ráðlagt að „setja orð á tilfinningar sínar“. Þá er víst auðveldara að bera kennsl á þær, greina á milli þeirra og fást við þær. Elísabet Jökulsdóttir er líka mjög upptekin af orðunum. Hvaða orð eru sögð, ósögð og hvernig fólk notar orðin. Bókin Hvaða ferðalag er á þér? (2019) er flæði orða og orðatiltækja sem móðir hennar notaði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár