Í upphafi Saknaðarilms segir sögukonan Elísabet frá því þegar hún býður móður sinni í sunnudagslæri, en matarboðið endar með ósköpum. Kvöldið áður hefur dóttirin verið í sjónvarpsviðtali og móðirin gagnrýnir hana fyrir að hafa ekki talað rétta íslensku. Henni finnst hún líka hafa sagt of mikið, sagt rangt frá og hún er ósátt við hvaða orð hún valdi að nota. Þessar samræður mæðgnanna um það sem sagt er, hvaða orð eru notuð og ekki notuð enda með því að krabbameinssjúk móðirin rýkur grátandi á dyr.
*
Í hvers konar sjálfsvinnu er fólki ráðlagt að „setja orð á tilfinningar sínar“. Þá er víst auðveldara að bera kennsl á þær, greina á milli þeirra og fást við þær. Elísabet Jökulsdóttir er líka mjög upptekin af orðunum. Hvaða orð eru sögð, ósögð og hvernig fólk notar orðin. Bókin Hvaða ferðalag er á þér? (2019) er flæði orða og orðatiltækja sem móðir hennar notaði …
Athugasemdir