Fimm ár eru liðin frá því Kristín Eiríksdóttir sendi frá sér Elín, ýmislegt, átján frá því Kjötbærinn kom út. Ný skáldsaga hennar, Tól, bíður nú lesenda sinna á boðstólum bóksalanna, stórt og viðamikið skáldverk á nær 350 síðum, vandlega undirbyggt af ofurnæmum skilningi hennar á mannlegu eðli í rosalegum kringumstæðum fíknar og félagslegrar fátæktar. Í þungamiðju verksins er Villa, íslensk kvikmyndagerðarkona, og viðfangsefni hennar, rússneskur Íslendingur, Dimmi, viðfangsefni hennar, sem við upphaf sögunnar starfar við hvalveiðar. Þau eiga sér forsögu, hann sem skjólstæðingur hennar sem kúnni í sjoppu sem Villa afgreiddi um tíma, þá bæði undir tvítugu.
Vitund Villu ræður miklu í framgangi sögunnar, þó fjórir aðgreindir hlutar Tóla staðnæmist við sjónarhorn Ninju, sem er framleiðandi myndarinnar, og Jóns Loga, sem hittir Villu á Vogi með afdrifaríkum afleiðingum. Heimur fíknar og fjölskyldu, brotinna fjölskyldna, er með mörgum hætti viðfangsefni Kristínar í feikilega læsilegri og spennandi frásögn af hrakförum ungs fólks, …
Athugasemdir