Saga raðmorðingjans

Ný sjón­varps­þáttasería um raðmorð­ingj­ann Jef­frey L. Dah­mer er að verða ein af vin­sæl­ustu þáttar­öð­um Net­flix-streym­isveit­unn­ar frá upp­hafi. Hún seg­ir frá raun­veru­leg­um at­burð­um, en Dah­mer var hand­tek­inn ár­ið 1991 fyr­ir að hafa myrt og mis­not­að sautján unga menn, flesta svarta eða brúna. Þrátt fyr­ir vin­sæld­ir hef­ur þáttar­öð­in sætt harðri gagn­rýni frá að­stand­end­um fórn­ar­lambanna.

Saga raðmorðingjans
Dahmer Evan Peters í hlutverki Jeffery Dahmers í þáttunum.

Ein vinsælasta þáttaröð Netflix frá upphafi, Dahmer – Skrímsli, saga Jeffrey Dahmer, er eins og titillinn gefur til kynna tíu þátta sería um raðmorðingjann Jeffrey L. Dahmer. Á árunum 1978 til 1991 myrti hann sautján unga menn og misnotaði, bæði á meðan þeir voru á lífi og eftir dauða þeirra. Flest fórnarlamba hans voru svartir eða brúnir ungir menn og margir þeirra samkynhneigðir. Fórnarlömbin hans voru því þegar hluti af hópum samfélagsins sem höfðu hvorki rödd né vald í samfélaginu. Í þáttunum fylgjumst við með Dahmer taka af þeim það litla vald sem þeir höfðu, þagga endanlega niður í þeim og gera við þá það sem honum þóknaðist.

Leikstjóri þáttanna, Ryan Murphy, gerir tilraun til þess að gefa fórnarlömbum Dahmers röddina sína aftur, sýna þá sem meira en bara fórnarlömb, sýna þá sem manneskjur sem voru annað en hræðileg örlög þeirra.

Í afþreyingarefni er rík tilhneiging til að ræna fórnarlömb …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu