Ein vinsælasta þáttaröð Netflix frá upphafi, Dahmer – Skrímsli, saga Jeffrey Dahmer, er eins og titillinn gefur til kynna tíu þátta sería um raðmorðingjann Jeffrey L. Dahmer. Á árunum 1978 til 1991 myrti hann sautján unga menn og misnotaði, bæði á meðan þeir voru á lífi og eftir dauða þeirra. Flest fórnarlamba hans voru svartir eða brúnir ungir menn og margir þeirra samkynhneigðir. Fórnarlömbin hans voru því þegar hluti af hópum samfélagsins sem höfðu hvorki rödd né vald í samfélaginu. Í þáttunum fylgjumst við með Dahmer taka af þeim það litla vald sem þeir höfðu, þagga endanlega niður í þeim og gera við þá það sem honum þóknaðist.
Leikstjóri þáttanna, Ryan Murphy, gerir tilraun til þess að gefa fórnarlömbum Dahmers röddina sína aftur, sýna þá sem meira en bara fórnarlömb, sýna þá sem manneskjur sem voru annað en hræðileg örlög þeirra.
Í afþreyingarefni er rík tilhneiging til að ræna fórnarlömb …
Athugasemdir