Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Isavia segir að lögreglan hafi fyrirskipað að myndatökur fjölmiðla yrðu stöðvaðar

Upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via seg­ir að lög­regl­an hafi beð­ið um að starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins myndu hindra mynda­töku RÚV af vett­vangi þeg­ar fimmtán um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd var flog­ið til Grikk­lands. „Isa­via harm­ar að það hafi gerst í nótt og biðst af­sök­un­ar á því,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Isavia segir að lögreglan hafi fyrirskipað að myndatökur fjölmiðla yrðu stöðvaðar
Frá aðgerðum Lögreglan safnaði saman fimmtán umsækjendum um alþjóðlega vernd á hótel í Hafnarfirði í gær, þaðan sem það var svo flutt í rútum til Keflavíkurflugvallar þar sem leiguflugvél á vegum stjórnvalda beið til að fljúga fólkinu til Grikklands. Mynd: Sema Erla

Lögreglan fór fram á það við starfsfólk Isavia að komið yrði í veg fyrir myndatökur fjölmiðla af brottvísun fimmtán einstaklinga af landinu í nótt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Isavia þar sem beðist er afsökunar á háttalaginu. „Að mati Isavia er það ekki hlutverk öryggisgæslu flugvallarins að hindra störf fjölmiðla. Isavia harmar að það hafi gerst í nótt og biðst afsökunar á því. Isavia mun fara yfir þessa framkvæmd með lögreglu,“ segir í yfirlýsingu frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins.

RÚV greindi frá því í morgun að starfsfólk Isavia hafi komið fyrir bílum sem búnir voru flóðljósum gegnt blaðamönnum miðilsins til að koma í veg fyrir að hægt væri að mynda aðgerðir lögreglunnar. Þetta var gert að beiðni lögreglunnar.

Þegar aðgerðin stóð yfir fylgdi starfsfólk öryggisgæslunnar fyrirmælum lögreglu. Meðal þess sem lögregla fór fram á var að komið yrði í veg fyrir myndatökur af lögregluaðgerðinni. Það er ekki hlutverk starfsfólks …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HMH
    Hildur María Hansdóttir skrifaði
    vanhæf ríkisstjón
    1
  • RS
    Ragnar Sigurðsson skrifaði
    Mér finnst með eindæmum að þetta skuli ekki vera aðalfrétt Stundarinnar. Hér eru fasískar aðgerðir yfirvalda gegn varnarlausu fólki og blaðamönnum leyfðar. Hef á tilfinningunni að sumir stjórnmála- og embættismenn vilji vera í friði fyrir umfjöllun almennings og fjölmiðla. Ég vil vita hvaða yfirmenn Isavia leyfðu aðförina gegn fjölmiðlafólkinu og ég vil vita hver er ábyrgur fyrir skepnuskapnum gegn flóttafólkinu. Stundin: Ég vil nöfn!!
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Skammarlegt!
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ég skammast mín fyrir að vera íslendingur. Að þurfa að teljast samlandi fólks sem vill fsb væða löggæslu og dómsmál á Íslandi. Hvernig líður þeim sem voru látnir vinna þessi verk, eru þeir sáttir eða er kannski biturt að vera notaður sem SA sveit. Nú þurfa margir að horfa í spegil og gera upp við sig. Ég er sjálfur smeykur, það vekur ugg að sjá landið þróast með hverju árinu nær fasisma.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár