Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Isavia segir að lögreglan hafi fyrirskipað að myndatökur fjölmiðla yrðu stöðvaðar

Upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via seg­ir að lög­regl­an hafi beð­ið um að starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins myndu hindra mynda­töku RÚV af vett­vangi þeg­ar fimmtán um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd var flog­ið til Grikk­lands. „Isa­via harm­ar að það hafi gerst í nótt og biðst af­sök­un­ar á því,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Isavia segir að lögreglan hafi fyrirskipað að myndatökur fjölmiðla yrðu stöðvaðar
Frá aðgerðum Lögreglan safnaði saman fimmtán umsækjendum um alþjóðlega vernd á hótel í Hafnarfirði í gær, þaðan sem það var svo flutt í rútum til Keflavíkurflugvallar þar sem leiguflugvél á vegum stjórnvalda beið til að fljúga fólkinu til Grikklands. Mynd: Sema Erla

Lögreglan fór fram á það við starfsfólk Isavia að komið yrði í veg fyrir myndatökur fjölmiðla af brottvísun fimmtán einstaklinga af landinu í nótt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Isavia þar sem beðist er afsökunar á háttalaginu. „Að mati Isavia er það ekki hlutverk öryggisgæslu flugvallarins að hindra störf fjölmiðla. Isavia harmar að það hafi gerst í nótt og biðst afsökunar á því. Isavia mun fara yfir þessa framkvæmd með lögreglu,“ segir í yfirlýsingu frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins.

RÚV greindi frá því í morgun að starfsfólk Isavia hafi komið fyrir bílum sem búnir voru flóðljósum gegnt blaðamönnum miðilsins til að koma í veg fyrir að hægt væri að mynda aðgerðir lögreglunnar. Þetta var gert að beiðni lögreglunnar.

Þegar aðgerðin stóð yfir fylgdi starfsfólk öryggisgæslunnar fyrirmælum lögreglu. Meðal þess sem lögregla fór fram á var að komið yrði í veg fyrir myndatökur af lögregluaðgerðinni. Það er ekki hlutverk starfsfólks …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HMH
    Hildur María Hansdóttir skrifaði
    vanhæf ríkisstjón
    1
  • RS
    Ragnar Sigurðsson skrifaði
    Mér finnst með eindæmum að þetta skuli ekki vera aðalfrétt Stundarinnar. Hér eru fasískar aðgerðir yfirvalda gegn varnarlausu fólki og blaðamönnum leyfðar. Hef á tilfinningunni að sumir stjórnmála- og embættismenn vilji vera í friði fyrir umfjöllun almennings og fjölmiðla. Ég vil vita hvaða yfirmenn Isavia leyfðu aðförina gegn fjölmiðlafólkinu og ég vil vita hver er ábyrgur fyrir skepnuskapnum gegn flóttafólkinu. Stundin: Ég vil nöfn!!
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Skammarlegt!
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ég skammast mín fyrir að vera íslendingur. Að þurfa að teljast samlandi fólks sem vill fsb væða löggæslu og dómsmál á Íslandi. Hvernig líður þeim sem voru látnir vinna þessi verk, eru þeir sáttir eða er kannski biturt að vera notaður sem SA sveit. Nú þurfa margir að horfa í spegil og gera upp við sig. Ég er sjálfur smeykur, það vekur ugg að sjá landið þróast með hverju árinu nær fasisma.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár