Lögreglan fór fram á það við starfsfólk Isavia að komið yrði í veg fyrir myndatökur fjölmiðla af brottvísun fimmtán einstaklinga af landinu í nótt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Isavia þar sem beðist er afsökunar á háttalaginu. „Að mati Isavia er það ekki hlutverk öryggisgæslu flugvallarins að hindra störf fjölmiðla. Isavia harmar að það hafi gerst í nótt og biðst afsökunar á því. Isavia mun fara yfir þessa framkvæmd með lögreglu,“ segir í yfirlýsingu frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins.
RÚV greindi frá því í morgun að starfsfólk Isavia hafi komið fyrir bílum sem búnir voru flóðljósum gegnt blaðamönnum miðilsins til að koma í veg fyrir að hægt væri að mynda aðgerðir lögreglunnar. Þetta var gert að beiðni lögreglunnar.
„Þegar aðgerðin stóð yfir fylgdi starfsfólk öryggisgæslunnar fyrirmælum lögreglu. Meðal þess sem lögregla fór fram á var að komið yrði í veg fyrir myndatökur af lögregluaðgerðinni. Það er ekki hlutverk starfsfólks …
Athugasemdir (4)