Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þorsteinn Már vill ekki að hreyft sé of mikið við sjávarútvegi svo hann verði „365“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að tryggja þurfi að ekki verði of mikl­ar breyt­ing­ar í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi svo hann verði stöð­ug­ur. Á sjáv­ar­út­vegs­degi Deloitte tal­aði hann með­al ann­ars um að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur ætti að geta séð versl­un­um er­lend­is fyr­ir fiski 365 daga á ári. Til þess að þetta megi verða þurfi að tryggja sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra út­gerð­ar­fé­laga sem séu lít­il í al­þjóð­leg­um sam­an­burði.

Þorsteinn Már vill ekki að hreyft sé of mikið við sjávarútvegi svo hann verði „365“
Talar um gjaldtöku sem hemil á samkeppnishæfni Mynd: Stundin / Davíð Þór

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að erfitt sé fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem veiða villtan fisk í sjó, eins og Samherja, að keppa við laxeldisfyrirtæki sem framleiða eldisfisk. „Við sjáum að eldisafurðir eru að hluta til að taka yfir stóran hluta af þessum neytendamarkaði. Það eru eldisafurðirnar sem fá orðið meira og meira pláss í hillunum. Og það sem er athyglisvert líka er að þessum fiskborðum er að fækka og þetta er að fara meira yfir í pakkaðar afurðir. Eitt af því sem er áberandi við allar verslanakeðjur er að menn vilja ekki hafa hillurnar tómar. Menn vilja vera í því sem kallað er 365 og það er það sem eldisafurðir hafa fram yfir villtan fisk. Þetta er iðnaður,“ en með þessum orðum átti Þorsteinn Már við að fyrirtækin gætu afhent sinn fisk örugglega allt árið og að hann væri alltaf til sölu í verslunum: Framboðið og eftirspurnin væri stöðug. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Egill Ingólfsson skrifaði
    Er stundin nú farin að bergmála áróður stórútgerðarinnar og Þorsteins Más?
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Miðað við arðgreiðslur greinarinnar myndi ég segja að eftirfarandi sé öfugmæli: "Til þess að þetta megi verða þurfi að tryggja sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra út­gerð­ar­fé­laga sem séu lít­il í al­þjóð­leg­um sam­an­burði."
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ætli hann snúi sér ekki eingöngu að laxeldinu, það kostar ekkert.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár