Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þorsteinn Már vill ekki að hreyft sé of mikið við sjávarútvegi svo hann verði „365“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að tryggja þurfi að ekki verði of mikl­ar breyt­ing­ar í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi svo hann verði stöð­ug­ur. Á sjáv­ar­út­vegs­degi Deloitte tal­aði hann með­al ann­ars um að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur ætti að geta séð versl­un­um er­lend­is fyr­ir fiski 365 daga á ári. Til þess að þetta megi verða þurfi að tryggja sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra út­gerð­ar­fé­laga sem séu lít­il í al­þjóð­leg­um sam­an­burði.

Þorsteinn Már vill ekki að hreyft sé of mikið við sjávarútvegi svo hann verði „365“
Talar um gjaldtöku sem hemil á samkeppnishæfni Mynd: Stundin / Davíð Þór

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að erfitt sé fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem veiða villtan fisk í sjó, eins og Samherja, að keppa við laxeldisfyrirtæki sem framleiða eldisfisk. „Við sjáum að eldisafurðir eru að hluta til að taka yfir stóran hluta af þessum neytendamarkaði. Það eru eldisafurðirnar sem fá orðið meira og meira pláss í hillunum. Og það sem er athyglisvert líka er að þessum fiskborðum er að fækka og þetta er að fara meira yfir í pakkaðar afurðir. Eitt af því sem er áberandi við allar verslanakeðjur er að menn vilja ekki hafa hillurnar tómar. Menn vilja vera í því sem kallað er 365 og það er það sem eldisafurðir hafa fram yfir villtan fisk. Þetta er iðnaður,“ en með þessum orðum átti Þorsteinn Már við að fyrirtækin gætu afhent sinn fisk örugglega allt árið og að hann væri alltaf til sölu í verslunum: Framboðið og eftirspurnin væri stöðug. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Egill Ingólfsson skrifaði
    Er stundin nú farin að bergmála áróður stórútgerðarinnar og Þorsteins Más?
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Miðað við arðgreiðslur greinarinnar myndi ég segja að eftirfarandi sé öfugmæli: "Til þess að þetta megi verða þurfi að tryggja sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra út­gerð­ar­fé­laga sem séu lít­il í al­þjóð­leg­um sam­an­burði."
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ætli hann snúi sér ekki eingöngu að laxeldinu, það kostar ekkert.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár