Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, er hætt í stjórn Árvakurs. Tilkynning þess efnis barst fyrirtækjaskrá Skattsins í dag, samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo. Samkvæmt þeim var ný stjórn Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið, skipuð 27. september síðastliðinn. Þetta stangast á við svar aðstoðarkonu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra um aukastörf ráðuneytisstjórans.
Stundin sendi ráðherra fyrirspurn 28. september síðastliðinn um aukastörf Ásdísar Höllu, en lög banna aukastörf æðstu embættismanna og ráðherra. Svarið barst degi síðar og þar sagði: „Aðalfundur Árvakurs kaus nýja stjórn sl. vor og Ásdís Halla Bragadóttir er ekki í stjórninni.“ Fjallað var svo um stjórnarsetu Ásdísar Höllu í Árvakri og fleiri fyrirtækjum í tölublaði Stundarinnar sem kom út 14. október og í vefútgáfu tveimur dögum síðar.
Ekkert hafði verið tilkynnt
Á þeim tímapunkti hafði engin tilkynning borist fyrirtækjaskrá Skattsins um breytta stjórn né var þess getið á …
Athugasemdir