Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Tilkynntu um brotthvarf Ásdísar Höllu úr stjórn Árvakurs í gær

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fyr­ir­tækja­skrá Skatts­ins var ný stjórn Ár­vak­urs, út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, skip­uð án Ás­dís­ar Höllu Braga­dótt­ur ráðu­neyt­is­stjóra 27. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Það er mun síð­ar en sagði í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar til ráð­herra. Til­kynn­ing­in um breytta stjórn var ekki skráð fyrr en í gær.

Tilkynntu um brotthvarf Ásdísar Höllu úr stjórn Árvakurs í gær
Ráðuneytisstjóri til 10 mánaða Ásdís Halla var settur ráðuneytisstjóri 1. desember á síðasta ári og síðan skipuð eftir auglýsingu og umsóknarferli í apríl síðastliðnum. Allan þann tíma var hún skráð í stjórn Árvakurs, sem er þvert á lög um aukastörf æðstu embættismanna og ráðherra.

Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, er hætt í stjórn Árvakurs. Tilkynning þess efnis barst fyrirtækjaskrá Skattsins í dag, samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo. Samkvæmt þeim var ný stjórn Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið, skipuð 27. september síðastliðinn. Þetta stangast á við svar aðstoðarkonu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra um aukastörf ráðuneytisstjórans. 

Stundin sendi ráðherra fyrirspurn 28. september síðastliðinn um aukastörf Ásdísar Höllu, en lög banna aukastörf æðstu embættismanna og ráðherra. Svarið barst degi síðar og þar sagði: „Aðalfundur Árvakurs kaus nýja stjórn sl. vor og Ásdís Halla Bragadóttir er ekki í stjórninni.“ Fjallað var svo um stjórnarsetu Ásdísar Höllu í Árvakri og fleiri fyrirtækjum í tölublaði Stundarinnar sem kom út 14. október og í vefútgáfu tveimur dögum síðar. 

Ekkert hafði verið tilkynnt

Á þeim tímapunkti hafði engin tilkynning borist fyrirtækjaskrá Skattsins um breytta stjórn né var þess getið á …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár