Ríkisendurskoðun hefur sent fjármála- og efnahagsráðuneyti, Bankasýslu ríkisins og stjórn hennar drög að skýrslu sinni um einkavæðingu Íslandsbanka. Nú hafa þessir aðilar tækifæri til 19. október að skila umsögn um skýrsluna, sem ber heitið „Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022“.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun þar sem stofnunin áréttar sérstaklega að trúnaður gildir um drögin að skýrslunni, sem teljast vinnuskjal í skilningi laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. „Um skýrsludrögin verður því ekki fjallað efnislega í umsagnarferlinu, hvorki af hálfu Ríkisendurskoðunar né umsagnaraðila,“ segir í tilkynningunni.
Beðið hefur verið eftir þessari skýrslu í nokkurn tíma en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bað Ríkisendurskoðun um rannsókn á sölu 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars á þessu ári. Skýrslan átti að vera tilbúin í júní síðastliðnum en henni hefur síðan ítrekað verið frestað. Umfjöllun Ríkisendurskoðunar kom í stað sérstakrar …
"Auðvitað má ég selja pabba hlut í ríkisbanka, spyrjið bara pabba gamla." :-)
"Ég bara vissi ekki að pabbi gamli hefði áhuga á því að kaupa hlut í bankanum" :-)