Gestir kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum stóðu upp og klöppuðu í fjórtán mínútur eftir frumsýningu myndarinnar Blonde, sem fjallar um Marilyn Monroe, þann 8. september síðastliðinn og í fyrstu voru dómar jákvæðir. Myndin var síðan frumsýnd á Netflix fyrir nokkrum dögum og í kjölfarið fóru að heyrast gagnrýnisraddir. Leikstjórinn, Andrew Dominik, er af ýmsum sakaður um lítt dulbúinn áróður gegn þungunarrofi og það í nafni Marilyn Monroe. Hann vísar því á bug í viðtölum, segir að þarna séu á ferðinni gagnrýnendur sem horfi á kvikmyndina „gegnum linsu eigin fordóma“. Myndin er byggð á bókinni Blonde eftir Joyce Carol Oate, skáldaðri ævisögu Monroe, sem kom út árið 2000 og varð metsölubók.
Í kvikmyndinni verður Marilyn Monroe ólétt þrisvar. Í fyrsta skiptið er hún nýbúin að komast að því á sama tíma og hún fær tækifæri til að …
Athugasemdir