„Afstaða ráðherra er ljós þegar kemur að atvinnugreinum sem byggja á dýrahaldi eða veiðum, ef ekki er unnt að tryggja mannúðlega aflífun dýranna eiga þær sér ekki framtíð í nútímasamfélagi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og þingkona Vinstri grænna, í svari til Stundarinnar þar sem hún er spurð að því hvort hún ætli sér að leyfa fyrirtækinu Hval hf. að halda áfram að veiða langreyðar eftir árið 2024.
Hvalveiðivertíðinni lauk hér á landi nú í lok september og veiddust 148 langreyðar. Hvalur hf. hefur heimild til að veiða langreyðar aftur næsta sumar.
Miðað við svör ráðherrans verður að teljast afar ólíklegt að hún muni endurnýja reglugerð um áframhaldandi leyfi til hvalveiðar við Ísland. Svandís vill hins vegar ekki segja afdráttarlaust að hún muni ekki heimila hvalveiðar áfram þegar hún er spurð að því: „Ráðherra hyggst láta fara fram athugun á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum slíkrar ákvörðunar áður en núverandi …
Athugasemdir