Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Flugeldurinn til Bankasýslustjóra var vinagjöf en vínið fyrir alla

Starfs­menn Banka­sýsl­unn­ar fóru tví­veg­is út að borða í boði fyr­ir­tækja sem höfðu fjár­hags­leg­an hag af sölu stofn­un­ar­inn­ar á hlut­um rík­is­ins í Ís­lands­banka. Til við­bót­ar fengu starfs­menn gef­ins vín­flösk­ur og smá­rétti en flug­eld­ur sem stofn­un­inni barst á gaml­árs­dag er sögð hafa ver­ið vina­gjöf til for­stjór­ans.

Flugeldurinn til Bankasýslustjóra var vinagjöf en vínið fyrir alla
Undir lok dags Jón Gunnar, forstjóri Bankasýslunnar, fékk flugeldinn sendann á skrifstofuna á milli klukkan 16 og 17 á gamlársdag. Hann tók hann með sér, enda var um gjöf frá vini hans að ræða.

Starfsfólk Bankasýslu ríkisins fóru tvívegis út að borða í boði fyrirtækja sem komu að útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í minnisblaði sem Bankasýslan hefur skilað fjárlaganefnd og birt á vefnum sínum vegna þessa kemur fram að kvöldverðarboðin hafi verið til að fagna frumútboði á hlutum í Íslandsbanka, sem lauk í júní árið 2021. Sömu aðilar sáu um lokað útboð á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í mars síðastliðnum. 

Fyrst var farið með fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka út að borða 24. september árið 2021 þar sem máltíðin kostaði 34 þúsund krónur per einstakling. Rúmum tveimur mánuðum síðar, 30. nóvember, fóru starfsmennirnir aftur út að borða með einstaklingum sem allir höfðu fjárhagslegan hag af sölunni; það er fulltrúum þriggja umsjónaraðila, tveggja fjármálaráðgjafa og þriggja lögfræðilegra ráðgjafa. Kostnaðurinn, 48 þúsund krónur á hvern einstakling, var greiddur af umsjónaðilum útboðsins; Citibank, Íslandsbanka og JP Morgan. 

Stundin hefur síðustu mánuði óskað upplýsinga frá Bankasýslunni um gjafir í tengslum við útboð bankans, síðast fyrir ellefu dögum, þann 29. september síðastliðinn. Þeim fyrirspurnum hefur ekki verið svarað eða vísað til þess að minnisblað væri í vinnslu um málið fyrir fjárlaganefnd. Nefndið hafði óskað eftir minnisblaði í kjölfar þess að forstjóri og stjórnarformaður Bankasýslunnar fóru á opinn fund nefndarinnar þar sem forstjórinn var spurður út í gjafir og málsverði. 

„Við fengum einhverjar vínflöskur og flugeld, konfektkassa, en svo eigum við náttúrulega hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis, en það er ekkert annað,“ sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, á fundinum. 

„Frá vini forstjóra, sem starfar hjá fjármálafyrirtæki Flugeldur. Kostnaður var um 2.500 kr. Þetta hefur verið staðfest sem vinagjöf af viðkomandi einstaklingi.“
úr minnisblaði Bankasýslu ríkisins til fjárlaganefndar Alþingis

Til viðbótar við áðurnefnda kvöldverði kemur fram í minnisblaði Bankasýslunnar til fjárlaganefndar að starfsfólk hafi fengið vín, konfekt og kokteilasett að gjöf. Áður hefur komið fram að einn flugeldur hafi borist á skrifstofu stofnunarinnar. „Ég fékk flugeldinn hingað á skrifstofuna í Bankasýsluna (á milli kl. 16 og 17) á gamlársdag, þar sem ég var að vinna. Þetta var miðlungs raketta,“ sagði bankasýslustjóri í skriflegu svari til Stundarinnar um það í maí. 

Í minnisblaðinu nú segir að þetta hafi hinsvegar verið gjöf frá vini Jóns Gunnars og ætluð honum. „Frá vini forstjóra, sem starfar hjá fjármálafyrirtæki Flugeldur. Kostnaður var um 2.500 kr. Þetta hefur verið staðfest sem vinagjöf af viðkomandi einstaklingi,“ segir í minnisblaðinu.

Aðrar gjafir sem taldar eru upp í minnisblaðinu eru:

  • Frá ACRO verðbréfum: Vínflaska. Kostnaður var um 4.000 kr.
  • Frá Íslenskum verðbréfum: Tvær vínflöskur. Samtals kostnaður var um 8.000 kr.
  • Frá Landsbankanum: Konfektkassi. Kostnaður var 4.067 kr.
  • Frá lögmannsstofunni BBA/Fjeldco: Kokteilasett. Kostnaður við hverja jólagjöf var um 20 þúsund kr.
  • Frá verðbréfmiðlun og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka: Stöðluð jólagjöf bankans til stærri viðskiptavina þessara deilda. Ein léttvínsflaska og smáréttir. Kostnaður við hverja jólagjöf var um 14 þúsund kr.
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thorsteinn Thorvardarson skrifaði
    Viðbjóður, en flokkurinn bara styrkist og Kata litla brosir út ú eitt.
    1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þau eru ekki af baki dottin í spillinguni.
    2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Auðvitað eru þetta mútur ?
    Allt í boði sjálfstæðisflokksins .
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár