Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Flugeldurinn til Bankasýslustjóra var vinagjöf en vínið fyrir alla

Starfs­menn Banka­sýsl­unn­ar fóru tví­veg­is út að borða í boði fyr­ir­tækja sem höfðu fjár­hags­leg­an hag af sölu stofn­un­ar­inn­ar á hlut­um rík­is­ins í Ís­lands­banka. Til við­bót­ar fengu starfs­menn gef­ins vín­flösk­ur og smá­rétti en flug­eld­ur sem stofn­un­inni barst á gaml­árs­dag er sögð hafa ver­ið vina­gjöf til for­stjór­ans.

Flugeldurinn til Bankasýslustjóra var vinagjöf en vínið fyrir alla
Undir lok dags Jón Gunnar, forstjóri Bankasýslunnar, fékk flugeldinn sendann á skrifstofuna á milli klukkan 16 og 17 á gamlársdag. Hann tók hann með sér, enda var um gjöf frá vini hans að ræða.

Starfsfólk Bankasýslu ríkisins fóru tvívegis út að borða í boði fyrirtækja sem komu að útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í minnisblaði sem Bankasýslan hefur skilað fjárlaganefnd og birt á vefnum sínum vegna þessa kemur fram að kvöldverðarboðin hafi verið til að fagna frumútboði á hlutum í Íslandsbanka, sem lauk í júní árið 2021. Sömu aðilar sáu um lokað útboð á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í mars síðastliðnum. 

Fyrst var farið með fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka út að borða 24. september árið 2021 þar sem máltíðin kostaði 34 þúsund krónur per einstakling. Rúmum tveimur mánuðum síðar, 30. nóvember, fóru starfsmennirnir aftur út að borða með einstaklingum sem allir höfðu fjárhagslegan hag af sölunni; það er fulltrúum þriggja umsjónaraðila, tveggja fjármálaráðgjafa og þriggja lögfræðilegra ráðgjafa. Kostnaðurinn, 48 þúsund krónur á hvern einstakling, var greiddur af umsjónaðilum útboðsins; Citibank, Íslandsbanka og JP Morgan. 

Stundin hefur síðustu mánuði óskað upplýsinga frá Bankasýslunni um gjafir í tengslum við útboð bankans, síðast fyrir ellefu dögum, þann 29. september síðastliðinn. Þeim fyrirspurnum hefur ekki verið svarað eða vísað til þess að minnisblað væri í vinnslu um málið fyrir fjárlaganefnd. Nefndið hafði óskað eftir minnisblaði í kjölfar þess að forstjóri og stjórnarformaður Bankasýslunnar fóru á opinn fund nefndarinnar þar sem forstjórinn var spurður út í gjafir og málsverði. 

„Við fengum einhverjar vínflöskur og flugeld, konfektkassa, en svo eigum við náttúrulega hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis, en það er ekkert annað,“ sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, á fundinum. 

„Frá vini forstjóra, sem starfar hjá fjármálafyrirtæki Flugeldur. Kostnaður var um 2.500 kr. Þetta hefur verið staðfest sem vinagjöf af viðkomandi einstaklingi.“
úr minnisblaði Bankasýslu ríkisins til fjárlaganefndar Alþingis

Til viðbótar við áðurnefnda kvöldverði kemur fram í minnisblaði Bankasýslunnar til fjárlaganefndar að starfsfólk hafi fengið vín, konfekt og kokteilasett að gjöf. Áður hefur komið fram að einn flugeldur hafi borist á skrifstofu stofnunarinnar. „Ég fékk flugeldinn hingað á skrifstofuna í Bankasýsluna (á milli kl. 16 og 17) á gamlársdag, þar sem ég var að vinna. Þetta var miðlungs raketta,“ sagði bankasýslustjóri í skriflegu svari til Stundarinnar um það í maí. 

Í minnisblaðinu nú segir að þetta hafi hinsvegar verið gjöf frá vini Jóns Gunnars og ætluð honum. „Frá vini forstjóra, sem starfar hjá fjármálafyrirtæki Flugeldur. Kostnaður var um 2.500 kr. Þetta hefur verið staðfest sem vinagjöf af viðkomandi einstaklingi,“ segir í minnisblaðinu.

Aðrar gjafir sem taldar eru upp í minnisblaðinu eru:

  • Frá ACRO verðbréfum: Vínflaska. Kostnaður var um 4.000 kr.
  • Frá Íslenskum verðbréfum: Tvær vínflöskur. Samtals kostnaður var um 8.000 kr.
  • Frá Landsbankanum: Konfektkassi. Kostnaður var 4.067 kr.
  • Frá lögmannsstofunni BBA/Fjeldco: Kokteilasett. Kostnaður við hverja jólagjöf var um 20 þúsund kr.
  • Frá verðbréfmiðlun og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka: Stöðluð jólagjöf bankans til stærri viðskiptavina þessara deilda. Ein léttvínsflaska og smáréttir. Kostnaður við hverja jólagjöf var um 14 þúsund kr.
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thorsteinn Thorvardarson skrifaði
    Viðbjóður, en flokkurinn bara styrkist og Kata litla brosir út ú eitt.
    1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þau eru ekki af baki dottin í spillinguni.
    2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Auðvitað eru þetta mútur ?
    Allt í boði sjálfstæðisflokksins .
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár