Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rússar á Íslandi gefa Pútín flugmiða til Haag í afmælisgjöf

Rúss­ar mót­mæltu fyr­ir fram­an sendi­ráð Rúss­lands í til­efni af sjö­tugsaf­mæli Vla­dimírs Pútín. Vilja þeir senda hann til Haag þar sem hann svari fyr­ir glæpi sína fyr­ir Al­þjóða saka­mála­dóm­stóln­um. Flugnúm­er­ið á tákn­ræn­um flug­miða for­set­ans er 666.

Óska Pútín óhamingjusams lífs í fangelsi Hópur Rússa á Íslandi gaf Pútín Rússlandsforseta táknræna afmælisgjöf í dag, flugmiða aðra leið til Haag þar sem Alþjóða sakamáladómstóllinn er til húsa.

Hópur Rússa sem búsettir eru á Íslandi kom saman í hádeginu í dag við sendiráð Rússlands í Garðastræti. Vildi hópurinn koma afmælisgjöf til Valdimírs Pútín Rússlandsforseta til skila en hann er sjötugur í dag. Afmælisgjöfin var táknræn ávísun á flugmiða fyrir forsetann til Haag í Hollandi, þar sem alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er staðsettur.

Á ávísuninni segir: „Til hamingju með afmælið herra forseti. Til Vladimír Pútín frá Rússum, í tilefni allra þeirra glæpa sem hann hefur framið gegn úkraínsku þjóðinni og gegn þegnum í eigin landi. Við óskum þér langs og óhamingjusams lífs í fangelsi.“

Á flugmiðanum er nafn Pútíns tilgreint og flugtíminn sagður vera klukkan 12.35 í dag. Samkvæmt miðanum er Pútín ætlað sæti 1A á forsetafarrými í flugi HUI 666. Talan 666 er í sögulegu samhengi alla jafna sögð vera tala djöfulsins.

„Við óskum þér langs og óhamingjusams lífs í fangelsi“
Kveðja Rússa á Íslandi í tilefni afmælis Pútíns.

Enginn sendiráðsstarfsmaður kom til að veita afmælisgjöf Pútíns móttöku og brugðu mótmælendur á það ráð að skila henni í póstkassa sendiráðsins. Mótmælendur veifuðu hvítbláum fána sem er tákn rússnesks andófsfólks gegn innrás rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Ástæðan fyrir því að ekki er rauður litur í fánanum, eins og á hefðbundnum fána Rússlands, er sú að með því að vill andófsfólk fjarlægja sig frá ofbeldi og blóði.

Utanríkisráðuneytið segir Pútín bera alla ábyrgð

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn opnaði fyrir rannsóknir á stríðsglæpum í Úkraínu 2. mars síðastliðinn, tæpri viku eftir innrás Rússa í landið. Þá þegar hafði dómstólinn fengið tilvísanir frá 39 löndum, þar á meðal Íslandi, um að rannsaka þyrfti mögulega stríðsglæpi í landinu.

Innrás Rússa í Úkraínu hefur sætt gríðarlega harðri gagnrýni og hefur hún aukist hægt og bítandi innan Rússlands eftir því sem á stríðið hefur liðið. Sú gagnrýni hefur orðið enn ljósari frá því að Pútín tilkynnti herkvaðningu í Rússlandi 21. september síðastliðinn. Rússar hafa farið halloka gegn Úkraínumönnum víða í bardögum síðustu vikur, einkum í Kharkív-héraði, sem enn hefur aukið á gagnrýnina heima fyrir. Þá hefur alþjóðasamfélagið lýst því yfir að atkvæðagreiðslur sem fram fóru í fjórum héruðum í Úkraínu, Donetsk, Luhansk, Zaporizhizia og Kherson, séu marklausar, brjóti gegn alþjóðalögum og að innlimun héraðanna í Rússland sé ólögleg og verði ekki viðurkennd.

Utanríkisráðuneyti Íslands kallaði sendiherra Rússlands hér á landi, Mikhaíl Noskov, á sinn fund 3. október síðastliðinn þar sem fordæming Íslands á tilraunum Rússlands til að innlima úkraínsk landssvæði var áréttuð. Sú framganga, auk óábyrgra hótana um beitingu kjarnavopna væri óásættanleg. Pútín bæri alla ábyrgð á hinu grimmlega árásarstríði og það væri undir honum komið að binda á það enda. Það var í fimmta sinn sem sendiherranum er stefnt í utanríkisráðuneytið síðan innrásin var gerð í byrjun árs. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár