Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Rússar á Íslandi gefa Pútín flugmiða til Haag í afmælisgjöf

Rúss­ar mót­mæltu fyr­ir fram­an sendi­ráð Rúss­lands í til­efni af sjö­tugsaf­mæli Vla­dimírs Pútín. Vilja þeir senda hann til Haag þar sem hann svari fyr­ir glæpi sína fyr­ir Al­þjóða saka­mála­dóm­stóln­um. Flugnúm­er­ið á tákn­ræn­um flug­miða for­set­ans er 666.

Óska Pútín óhamingjusams lífs í fangelsi Hópur Rússa á Íslandi gaf Pútín Rússlandsforseta táknræna afmælisgjöf í dag, flugmiða aðra leið til Haag þar sem Alþjóða sakamáladómstóllinn er til húsa.

Hópur Rússa sem búsettir eru á Íslandi kom saman í hádeginu í dag við sendiráð Rússlands í Garðastræti. Vildi hópurinn koma afmælisgjöf til Valdimírs Pútín Rússlandsforseta til skila en hann er sjötugur í dag. Afmælisgjöfin var táknræn ávísun á flugmiða fyrir forsetann til Haag í Hollandi, þar sem alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er staðsettur.

Á ávísuninni segir: „Til hamingju með afmælið herra forseti. Til Vladimír Pútín frá Rússum, í tilefni allra þeirra glæpa sem hann hefur framið gegn úkraínsku þjóðinni og gegn þegnum í eigin landi. Við óskum þér langs og óhamingjusams lífs í fangelsi.“

Á flugmiðanum er nafn Pútíns tilgreint og flugtíminn sagður vera klukkan 12.35 í dag. Samkvæmt miðanum er Pútín ætlað sæti 1A á forsetafarrými í flugi HUI 666. Talan 666 er í sögulegu samhengi alla jafna sögð vera tala djöfulsins.

„Við óskum þér langs og óhamingjusams lífs í fangelsi“
Kveðja Rússa á Íslandi í tilefni afmælis Pútíns.

Enginn sendiráðsstarfsmaður kom til að veita afmælisgjöf Pútíns móttöku og brugðu mótmælendur á það ráð að skila henni í póstkassa sendiráðsins. Mótmælendur veifuðu hvítbláum fána sem er tákn rússnesks andófsfólks gegn innrás rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Ástæðan fyrir því að ekki er rauður litur í fánanum, eins og á hefðbundnum fána Rússlands, er sú að með því að vill andófsfólk fjarlægja sig frá ofbeldi og blóði.

Utanríkisráðuneytið segir Pútín bera alla ábyrgð

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn opnaði fyrir rannsóknir á stríðsglæpum í Úkraínu 2. mars síðastliðinn, tæpri viku eftir innrás Rússa í landið. Þá þegar hafði dómstólinn fengið tilvísanir frá 39 löndum, þar á meðal Íslandi, um að rannsaka þyrfti mögulega stríðsglæpi í landinu.

Innrás Rússa í Úkraínu hefur sætt gríðarlega harðri gagnrýni og hefur hún aukist hægt og bítandi innan Rússlands eftir því sem á stríðið hefur liðið. Sú gagnrýni hefur orðið enn ljósari frá því að Pútín tilkynnti herkvaðningu í Rússlandi 21. september síðastliðinn. Rússar hafa farið halloka gegn Úkraínumönnum víða í bardögum síðustu vikur, einkum í Kharkív-héraði, sem enn hefur aukið á gagnrýnina heima fyrir. Þá hefur alþjóðasamfélagið lýst því yfir að atkvæðagreiðslur sem fram fóru í fjórum héruðum í Úkraínu, Donetsk, Luhansk, Zaporizhizia og Kherson, séu marklausar, brjóti gegn alþjóðalögum og að innlimun héraðanna í Rússland sé ólögleg og verði ekki viðurkennd.

Utanríkisráðuneyti Íslands kallaði sendiherra Rússlands hér á landi, Mikhaíl Noskov, á sinn fund 3. október síðastliðinn þar sem fordæming Íslands á tilraunum Rússlands til að innlima úkraínsk landssvæði var áréttuð. Sú framganga, auk óábyrgra hótana um beitingu kjarnavopna væri óásættanleg. Pútín bæri alla ábyrgð á hinu grimmlega árásarstríði og það væri undir honum komið að binda á það enda. Það var í fimmta sinn sem sendiherranum er stefnt í utanríkisráðuneytið síðan innrásin var gerð í byrjun árs. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
1
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár