Grunur um manndráp í Ólafsfirði

Lög­regl­an á Noð­ur­landi eystra rann­sak­ar nú hugs­an­legt mann­dráp í Ól­afs­firði og eru fjór­ir menn sem sitja í haldi vegna máls­ins. Grun­ur er að mað­ur­inn hafi lát­ist í kjöl­far þess að vera stung­inn með eggvopni.

Grunur um manndráp í Ólafsfirði
Handteknir Lögreglan handtók fjóra í nótt vegna rannsóknar á andláti manns sem hafði verið stunginn með eggvopni. Mynd: Shutterstock

Lögreglan rannsakar hvort manni hafi verið ráðinn bani með eggvopni í Ólafsfirði í nótt. Fjórir eru í haldi vegna málsins og hafa þeir allir stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar. Þetta kemur fram í Facebook-tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 

Þar segir að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu í húsi í Ólafsfirði klukkan 2.34 í nótt þar sem maður hafði verið stunginn með eggvopni. Lögreglumenn frá Akureyri og Tröllaskaga voru sendir á vettvang sem og sérsveitarmenn frá Akureyri. Síðar komu sjúkraflutningamenn og læknir á staðinn en tilraunir til endurlífgunar tókust ekki. 

„Rannsókn málsins er á algjöru frumstigi og mikil vinna lögreglu framundan. Vegna rannsóknarhagsmuna er því ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það að svo komnu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að ákveðið verði síðar í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra fjögurra sem eru nú þegar í haldi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár