Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Grunur um manndráp í Ólafsfirði

Lög­regl­an á Noð­ur­landi eystra rann­sak­ar nú hugs­an­legt mann­dráp í Ól­afs­firði og eru fjór­ir menn sem sitja í haldi vegna máls­ins. Grun­ur er að mað­ur­inn hafi lát­ist í kjöl­far þess að vera stung­inn með eggvopni.

Grunur um manndráp í Ólafsfirði
Handteknir Lögreglan handtók fjóra í nótt vegna rannsóknar á andláti manns sem hafði verið stunginn með eggvopni. Mynd: Shutterstock

Lögreglan rannsakar hvort manni hafi verið ráðinn bani með eggvopni í Ólafsfirði í nótt. Fjórir eru í haldi vegna málsins og hafa þeir allir stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar. Þetta kemur fram í Facebook-tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 

Þar segir að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu í húsi í Ólafsfirði klukkan 2.34 í nótt þar sem maður hafði verið stunginn með eggvopni. Lögreglumenn frá Akureyri og Tröllaskaga voru sendir á vettvang sem og sérsveitarmenn frá Akureyri. Síðar komu sjúkraflutningamenn og læknir á staðinn en tilraunir til endurlífgunar tókust ekki. 

„Rannsókn málsins er á algjöru frumstigi og mikil vinna lögreglu framundan. Vegna rannsóknarhagsmuna er því ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það að svo komnu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að ákveðið verði síðar í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra fjögurra sem eru nú þegar í haldi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár