Fyrri aukaspurning:
Hver málaði málverkið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Eins og allir vita gerist harmleikurinn um Hamlet í borginni Elsinore, sem svo heitir í leikriti Shakespeares. Hvað köllum við nú Elsinore?
2. Hver af þessum evrópsku höfuðborgum er syðst: Berlín — Bern — Búdapest — Brussel — eða Búkarest?
3. Íslenskur æringi eða svokallaður lífskúnstner kallaði sig hertogann af St.Kildu. St. Kilda er eyja sem tilheyrir hvaða ríki?
4. „Rós er rós er ...“ Er hvað?
5. Hver skrifaði þetta upphaflega?
6. Í hvaða heimsálfu er smáríkið San Marino?
7. Hvað heitir næststærsti þingflokkurinn á sænska þinginu, sem upphaflega er sprottinn úr nýnasistahreyfingum ýmsum?
8. Hver söng um Ziggy Stardust?
9. En hvaða tónlistarmaður, sem nú er orðinn Íslendingur, flutti lagið Greatest Motherfucker in the World — öðru nafni GMF?
10. „There are more things in Heaven and Earth [...] than are dreamt of in your philosophy,“ segir Hamlet við vin sinn þar sem þeir ræðast við í Elsinore. Sem mætti þýða svo: „Fleira er á himn'og jörð en heimspekin þín fær upphugsað.“ En hvað heitir heimspekistúdentinn vinur Hamlets?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Helsingjaeyri.
2. Búkarest.
3. Bretlands.
4. Rós. Raunar var rósin nefnd fjórum sinnum í hinum upprunalega texta.
5. Gertrude Stein.
6. Evrópu.
7. Svíþjóðardemókratarnir.
8. David Bowie.
9. Grant.
10. Hóras, Horace.
***
Svör við aukaspurningum:
Matisse málaði myndina.
Á neðri myndinni er söngkonan Bríet.
Athugasemdir