Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

984. spurningaþraut: „Fleira er á himn'og jörð en heimspekin þín fær upphugsað.“

984. spurningaþraut: „Fleira er á himn'og jörð en heimspekin þín fær upphugsað.“

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Eins og allir vita gerist harmleikurinn um Hamlet í borginni Elsinore, sem svo heitir í leikriti Shakespeares. Hvað köllum við nú Elsinore?

2.  Hver af þessum evrópsku höfuðborgum er syðst: Berlín — Bern — Búdapest — Brussel — eða Búkarest? 

3.  Íslenskur æringi eða svokallaður lífskúnstner kallaði sig hertogann af St.Kildu. St. Kilda er eyja sem tilheyrir hvaða ríki?

4.  „Rós er rós er ...“ Er hvað?

5.  Hver skrifaði þetta upphaflega?

6.  Í hvaða heimsálfu er smáríkið San Marino?

7.  Hvað heitir næststærsti þingflokkurinn á sænska þinginu, sem upphaflega er sprottinn úr nýnasistahreyfingum ýmsum?

8.  Hver söng um Ziggy Stardust?

9.  En hvaða tónlistarmaður, sem nú er orðinn Íslendingur, flutti lagið Greatest Motherfucker in the World — öðru nafni GMF?

10.  „There are more things in Heaven and Earth [...] than are dreamt of in your philosophy,“ segir Hamlet við vin sinn þar sem þeir ræðast við í Elsinore. Sem mætti þýða svo: „Fleira er á himn'og jörð en heimspekin þín fær upphugsað.“ En hvað heitir heimspekistúdentinn vinur Hamlets?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Helsingjaeyri.

2.  Búkarest.

3.  Bretlands.

4.  Rós. Raunar var rósin nefnd fjórum sinnum í hinum upprunalega texta.

5.  Gertrude Stein.

6.  Evrópu.

7.  Svíþjóðardemókratarnir.

8.  David Bowie.

9.  Grant.

10.  Hóras, Horace.

***

Svör við aukaspurningum:

Matisse málaði myndina.

Á neðri myndinni er söngkonan Bríet.

  

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár