Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

983. spurningaþraut: Vel að ykkur um uppfinningar og hernaðartól?

983. spurningaþraut: Vel að ykkur um uppfinningar og hernaðartól?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða íþrótt má ætla að karlinn hér að ofan stundi?

***

Aðalspurningar:

1.  Svíi nokkur var mikill iðnjöfur og fann upp og framleiddi sitt af hverju. Frægastur var hann þó fyrir spengiefnið dínamít. Hvað hét hann?

2.  Hvaða þjóð í síðari heimsstyrjöld þróaði háþróuð leynivopn sem kölluð voru V-1 og V-2?

3.  Öllu eldra vopn og einfaldara var stutt sverð sem kallað var gladius. Hverjir notuðu fyrst og fremst gladius?

4.  Louis-Guillaume Perreaux hét franskur uppfinningamaður sem fæddist 1816. Árið 1869 fékk hann einkaleyfi á tæki einu sem var sannarlega byltingarkennt. Perreaux kom þá lítilli gufuvél, sem gekk fyrir alkóhóli, fyrir á öðru tæki sem þegar hafði verið þróað, og umbylti þar sem hinu fyrra tæki. Tæki Perreauxs þótti mikil bylting - en gufuvélin, þó lítil væri, þótti of stór og klunnaleg þegar til lengdar lét, svo tæki Perreauxs var lítið notað. Þegar farið var að smíða handhægar litlar bensínvélar í svipuð tæki, þá urðu þau hins vegar mjög útbreidd. Hver voru tæki Perreauxs?

5.  Ef Hellisheiðin milli Reykjavíkur og Hveragerðis er lokuð, hvaða leið er þá oft hægt að fara í staðinn?

6.  Maksymilian Faktorowicz hét pólskur Gyðingur, fæddur 1877. Hann var hugvitssamur og líka mikill markaðsmaður og fór snemma að leggja drög að því að framleiða sínar eigin vörur. Árið 1904, þegar hann var 27 ára flutti hann til Bandaríkjanna til að forðast vaxandi Gyðingaofsóknir í Póllandi. Vestan hafs hóf hann mikla framleiðslu á tilteknum vörum og gekk geysivel. Hvernig vörur framleiddi hann?

7.  Borgin Córdoba á Spáni var um eitt skeið aðsetur mikilla höfðingja en líka alþekkt þá fyrir menningu, vísindi og listir. Hverjir réðu ríkjum í Córdoba á þessu blómaskeiði borgarinnar?

8.  En Córdoba er líka nafnið á næst fjölmennustu borginni í ákveðnu stóru Suður-Ameríkuríki. Hvaða ríki hýsir þá Córdoba-borg?

9.  Gunnar á Hlíðarenda var ein helsta hetja Íslendingasagnanna. Hann bjó yfir vopni einu sem annars er varla minnst á í sögunum. Hvaða vopn er það?

10.  En Gunnar átti og annað vopn sem hann beitti af mikilli leikni, ekki síst þegar síðast var að honum sótt. Hvaða vopn var það?

***

Seinni aukaspurning:

Af hvaða sort er bíll sá er hér sést að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Nobel.

2.  Þjóðverjar,

3.  Rómverjar. Skylmingaþrælar eða gladiatorar er ekki fullnægjandi svar.

4.  Mótorhjól.

5.  Þrengsli.

6.  Snyrtivörur, eftir að hafa stytt nafn sitt í Max Factor.

7.  Múslimar, Márar.

8.  Argentína.

9.  Atgeir.

10.  Bogi og örvar.

***

Svör við aukaspurningum:

Karlinn stundar augljóslega póló.

Bíllinn er hins vegar Cadillac.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár