Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

981. spurningaþraut: Gleðilegt ár!

981. spurningaþraut: Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár, kæru vinir! Hér er fyrri aukaspurning á nýju ári:

1. janúar árið 2000 var frumsýnd ný íslensk kvikmynd og skjáskotið hér að ofan er af auglýsingaplakati myndarinnar. Hvaða mynd er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver sendi frá sér lagið Læda slæda?

2.  Þann 1. janúar árið 1993 var ríki einu í Evrópu skipt upp í tvennt og ólíkt því sem þá gerðist á Balkanskaga, þá fór allt friðsamlega fram. Hvað hétu ríkin tvö sem þá urðu til?

3.  Hún er lögfræðingur sem leysir erfið sakamál. Hún hefur — í orði kveðnu — skrifað sjálf margar bækur um ævintýri sína og gerðir hafa verið sjónvarpsþættir um glímu hennar við glæpahyskið. Í rauninni er hún skáldsagnapersóna en enginn veit hver höfundurinn er. Hvað heitir hún?

4.  Persónan er leikin af Heiðu Reed í fyrrnefndum sjónvarpsseríum, en hún lék eitt af aðalhlutverkunum í breskri seríu á árunum 2015-2019 sem fjölluðu um karl einn á herragarði á Englandi um 1800. Hvað hét þessi sería sem Heiða lék í?

5.  Greifi nokkur fæddist 1. janúar 1967. Hann vinnur nú í sjónvarpinu — og útvarpinu reyndar líka — og tekur þátt í að bera hróður íslenskrar tónlistar út um víða veröld. Hvað heitir hann?

6.  Í Tour de France hjólareiðakeppninni er fremsti maður ævinlega í treyju með ákveðnum lit. Hvaða lit?

7.  Sérstakri frægeymslu hefur verið komið upp á afskekktum stað til þess að menn hafi aðgang að fræjum nytjajurta ef sérstakar hamfarir útrýma jurtunum á stórum svæðum. Hvar er þessi frægeymslan?

8.  Þann 1. janúar 1998 komust þeir Haraldur Örn Ólafsson, Ólafur Örn Haraldsson og Ingþór Bjarnason ... hvert?

9.  Árið 1994 hafnaði þjóð nokkur í þjóðaratkvæðagreiðslu aðild að Evrópusambandinu og það reyndar í annað sitt. Hvaða þjóð var þetta?

10.  Þrjár aðrar þjóðir samþykktu hins vegar ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslum sama ár og urðu fullgildir meðlimir að ESB 1. janúar 1995. Hvaða þrjár þjóðir voru það? Til að fá stig þarf að nefna tvær rétt en ef þið hafið allar þrjár, þá fáiði sérstakt 1. janúar stig. 

***

Seinni aukaspurning:

Íslenskur myndlistarmaður fæddist 1. janúar 1961 en lést langt fyrir aldur fram 2011. Hér að neðan er nokkuð dæmigerð mynd eftir hann. Hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Prins Póló.

2.  Tékkland og Slóvakía.

3.  Stella Blómkvist.

4.  Poldark.

5.  Felix Bergsson.

6.  Gulum.

7.  Á Svalbarða.

8.  Á suðurpólinn.

9.  Norðmenn.

10.  Þjóðirnar þrjár voru Svíar, Finnar og Austurríkismenn.

***

Svör við aukaspurningum:

Kvikmyndin er Englar alheimsins.

Myndlistarmaðurinn Georg Guðni.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár