Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

980. spurningaþraut: Þau hefðu orðið 100 ára 2022, ef þau væru ekki öll dáin

980. spurningaþraut: Þau hefðu orðið 100 ára 2022, ef þau væru ekki öll dáin

Þemaþrautin þennan síðasta ársins 2022 snýst um þau sem fæddust fyrir einni öld. Nema aukaspurningarnar snúast um atburði ársins 1922 á Íslandi.

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá merkilegt fyrirbæri sem framkvæmdir hófust við 1922. Hvað er það?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er þessi karl sem fæddist 27. maí 1922 (og var víst ekki mikið fyrir blóð í raun og veru)?

***

2.  Þessi fæddist 21. janúar 1922 og varð frægur fyrir leik í sjónvarpsseríu. Hvað hét hann?

***

3.  Þessi söng- og leikkona fæddist 10. júní 1922 en andaðist langt fyrir aldur fram 1969, enda fór hún víst ekki vel með sig. Hún hét ... hvað?

***

4.  Þessi rithöfundur fæddist 12. mars 1922 en lést sama ár og konan hér að ofan, 1969, enda fór hann heldur ekki vel með sig. Hann var frægur fyrir að skrifa kunnustu skáldsögu sína í miklum spreng á eina samfellda pappírsrúllu í ritvél sinni, þótt á þessari mynd sé hann með venjulegt A4 blað í vélinni. Hvað hét hann?

***

5.  Karlinn lengst til vinstri fæddist 1. mars 1922 en var myrtur árið 1995. Hvað hét hann?

 

***

6.  Þessi kvikmyndaleikstjóri (sá til hægri) fæddist 16. júlí 1922 en lést 2010. Hann hét ... hvað?

***

7.  Hvíthærði tískuhönnuðurinn á myndinni fæddist 2. júní 1922 á Ítalíu en bjó lengst af í Frakklandi. Hann lést fyrir aðeins tveim árum, 98 ára. Hann þótti á sínum tíma framúrstefnulegur í formum og oftar en ekki litríkur. Hann hét ... hvað?

***

8.  Þessi glaðlega leik- og söngkona fæddist 3. apríl 1922. Það eru ekki nema þrjú ár síðan hún lést í hárri elli, en alltaf var hún jafn kát og glöð og hét ... hvað?

***

9.  Þessi rithöfundur fæddist 11. nóvember 1922 og kom einu sinni í heimsókn til Íslands. Þá birtist þessi mynd af honum í Morgunblaðinu. Hann hét ... hvað?

***

10.  Þessi fæddist 26. nóvember 1922. Og hann hét ... hvað?

***

Svo er hér sérstök aukaspurning sem gefur sérstakt 1922-stig!

Listamaðurinn á myndinni hér að neðan fæddist 5. mars 1922 en lést voveiflega 1975. Hvað hét hann?

***

Og þá kemur hér seinni aukaspurning:

Þessi mynd er til vitnis um merkisatburð sem gerðist 1922. Hver var sá? Svarið þarf að vera nákvæmt.

***

Svör við aðalspurningum — og eftirnöfn duga í öllum tilfellum:

1.  Christopher Lee.

2.  Telly Savalas.

3.  Judy Garland.

4.  Jack Kerouac.

5.  Yitzhak Rabin.

6.  Blake Edwards

7.  Pierre Cardin.

8.  Doris Day.

9.  Kurt Vonnegut.

10.  Charles M. Schulz.

***

Og svarið við sérstöku aukaspurningunni er:

Pasolini, ítalskur kvikmyndaleikstjóri.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Flóaáveitan.

Neðri myndin sýnir fyrstu konuna á þingi, en Ingibjörg H. Bjarnason var kosin í kosningum sumarið 1922.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár