Myndhöggvarinn Unndór Egill Jónsson sýnir verk sín í Ásmundarsafni um þessar mundir, en sýningin er liður í sýningaröð þar sem samtímalistamenn eiga í samtali við Ásmund Sveinsson. „Það er um ár síðan Listasafn Reykjavíkur hafði samband við mig og bað mig að vinna sýningu inn í þá sýningaröð,“ segir Unndór. „Í fyrstu kom það frekar mikið á óvart. Ég hafði hvorki verið að hugsa um mig í sambandi við þessa sýningaröð né hafði ég tengt mína myndlist við hans. En því meira sem ég pældi í því og grúskaði í bókum um Ásmund því betur leist mér á. Ég fór að sjá alls konar tengingar okkar á milli. Svo er byggingin sem hýsir Ásmundarsafn fallegasti sýningarsalur landsins að mínu mati og sá besti þegar kemur að þrívíðum verkum.“
Kyrrðin í rýminu
Hverjar eru áherslurnar í verkum Unndórs á sýningunni og hvernig fléttaði hann verk sín við verk Ásmundar? „Í fyrstu …
Athugasemdir