„Ráðherra lítur strok úr eldiskvíum mjög alvarlegum augum, sérstaklega í ljósi þeirrar hættu sem getur stafað af erfðablöndun við villta laxastofna og ógn við líffræðilega fjölbreytni,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra aðspurð um slysasleppingar á eldislöxum úr sjókvíaeldi á Íslandi.
Stundin greindi frá því í ágúst að laxar sem líklega væru eldislaxar hefðu veiðst í Mjólká í Arnarfirði í sumar. Matvælastofnun greindi svo frá því að 16 af þeim 32 löxum sem veiddust í ánni hefðu verið eldislaxar og að líklega hefðu þeir sloppið úr sjókvíum hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi.
Laxinn í Mjólká var veiddur af starfsmönnum Mjólkárvirkjunar, í árstubbi sem rennur frá virkjuninni og niður í sjó. Steinar Jónasson, stöðvarstjóri í Mjólkárvirkjun, sagði við Stundina að það hefði áður veiðst talsvert af eldislaxi í ánni. „Það væri ekki að veiðast svona mikið í ánni nema fyrir eldisfiskinn. Við vitum ekki hvaðan hann kemur.“ Svör Steinars bentu …
Athugasemdir (1)