Kona á höfuðborgarsvæðinu, sem er 48 ára gömul og stendur í skilnaði, segir að hún geti bara fengið verðtryggt lán miðað við mat á greiðslugetu. Konan, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir að hún vilji ekki taka verðtryggt lán en að það sé það eina sem hún geti gert. „Ég held bara áfram að vera föst í verðtryggðum lánum. Auðvitað myndi ég helst viljað losna við það með 10 prósent verðbólgu en miðað við verð á húsnæði þá er maður ekkert í þeirri aðstöðu að eiga helminginn útborgaðan. Ég er bara ekki þar.“
„Ég verð að taka verðtryggt lán í dag og það er næstum 10% verðbólga.“
Staða fólks eftir átta stýrivaxtahækkanir
Konan er einn af viðmælendum í umfjöllun í síðasta tölublaði Stundarinnar um verðbólguna og vaxtahækkanir á húsnæðislánum í kjölfar stýrivaxtahækkana Seðlabanka Íslands. …
Athugasemdir