Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

968. spurningaþraut: Af hverju er Mosfellsbær ekki sjálfstætt ríki?

968. spurningaþraut: Af hverju er Mosfellsbær ekki sjálfstætt ríki?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá umdeildan heimspeking seint á ævinni þegar hann var nokkuð úr heimi hallur, en frægt yfirskeggið þó enn upp á sitt besta. Hvað hét karlinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Nauru heitir eyríki eitt, lítið og fámennt. Í hvaða heimsálfu er Nauru?

2.  Íbúar eru tæplega 11 þúsund sem vekur spurninguna hvers vegna Mosfellsbær er ekki sjálfstætt ríki en þar eru íbúar álíka margir. En stjórnsýslulega hefur Nauru algjöra sérstöðu að einu leyti, því það er eina ríkið í heiminum sem ... ja, hvað dettur ykkur í hug?

3.  Hvað er skarkoli?

4.  Kvikmyndin Trainspotting frá 1996 fjallar um raunir ungs karlmanns við að losna úr viðjum eiturlyfja. Í hvaða landi gerist hún — og hér þarf svarið að vera nákvæmt?

5.  Þessi lék aðalhlutverkið.

Hvað heitir hann?

6.  Hversu oft sigraði Vigdís Finnbogadóttir í forsetakosningum?

7.  Hvaða íslenska hljómsveit gaf út hljómplötuna ... lifun?

8.  Meðal félaga í hljómsveitinni var Gunnar Jökull Hákonarson. Á hvaða hljóðfæri spilaði hann?

9.  Í hvaða trúarbrögðum er guðinn Krishna?

10.  Hvað heitir kvendýr selaþjóðarinnar?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eyjaálfu.

2.  Nauru er eina ríkið í heiminum sem hefur enga formlega höfuðborg, þótt bæjarfélagið Yaren (íbúar 747) gegni því hlutverki óformlega þegar á þarf að halda. 

3.  Fisktegund.

4.  Skotlandi.

5.  McGregor.

6. Tvisvar (1980 og 1988). Tvívegis (1984 og 1992) var hún sjálfkjörin.

7.  Trúbrot.

8.  Trommur.

9.  Hindúisma.

10.  Urta.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Nietzsche.

Á neðri myndinni er skjáskot úr Titanic.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár