Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

968. spurningaþraut: Af hverju er Mosfellsbær ekki sjálfstætt ríki?

968. spurningaþraut: Af hverju er Mosfellsbær ekki sjálfstætt ríki?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá umdeildan heimspeking seint á ævinni þegar hann var nokkuð úr heimi hallur, en frægt yfirskeggið þó enn upp á sitt besta. Hvað hét karlinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Nauru heitir eyríki eitt, lítið og fámennt. Í hvaða heimsálfu er Nauru?

2.  Íbúar eru tæplega 11 þúsund sem vekur spurninguna hvers vegna Mosfellsbær er ekki sjálfstætt ríki en þar eru íbúar álíka margir. En stjórnsýslulega hefur Nauru algjöra sérstöðu að einu leyti, því það er eina ríkið í heiminum sem ... ja, hvað dettur ykkur í hug?

3.  Hvað er skarkoli?

4.  Kvikmyndin Trainspotting frá 1996 fjallar um raunir ungs karlmanns við að losna úr viðjum eiturlyfja. Í hvaða landi gerist hún — og hér þarf svarið að vera nákvæmt?

5.  Þessi lék aðalhlutverkið.

Hvað heitir hann?

6.  Hversu oft sigraði Vigdís Finnbogadóttir í forsetakosningum?

7.  Hvaða íslenska hljómsveit gaf út hljómplötuna ... lifun?

8.  Meðal félaga í hljómsveitinni var Gunnar Jökull Hákonarson. Á hvaða hljóðfæri spilaði hann?

9.  Í hvaða trúarbrögðum er guðinn Krishna?

10.  Hvað heitir kvendýr selaþjóðarinnar?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eyjaálfu.

2.  Nauru er eina ríkið í heiminum sem hefur enga formlega höfuðborg, þótt bæjarfélagið Yaren (íbúar 747) gegni því hlutverki óformlega þegar á þarf að halda. 

3.  Fisktegund.

4.  Skotlandi.

5.  McGregor.

6. Tvisvar (1980 og 1988). Tvívegis (1984 og 1992) var hún sjálfkjörin.

7.  Trúbrot.

8.  Trommur.

9.  Hindúisma.

10.  Urta.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Nietzsche.

Á neðri myndinni er skjáskot úr Titanic.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár