Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

965. spurningaþraut: Hvað vakti fyrir brennuvarginum?

965. spurningaþraut: Hvað vakti fyrir brennuvarginum?

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er tekin í fangelsisgarði árið 1913. Ætla má að þessir fjórir fangar hafi tilheyrt hópi sem var kallaður ... hvað?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða jólasveinn kemur í dag?

2.  Kwasi Kwarteng var fjármálaráðherra um hríð í ... hvaða landi?

3.  Pediculus humanus capitis heitir dýr eitt á latínu. Þótt þarna megi sjá orðið „humanus“, þá þýðir það ekki að dýrið sé mannlegrar ættar, heldur að dýrið er algjörlega komið upp á manninn með tilveru sína. Menn eru þó ekki sérlega ánægðir með dýr þetta og gera hvaðeina við að losna við það, eins og til dæmis foreldrar vita. Hvaða dýr er þetta?

4.  Raquel Welch er nú 82 ára og lætur lítið fara fyrir sér, enda sest í helgan stein fyrir löngu. En hvað fékkst hún við á sínum sokkabandsárum?

5.  Patty Hearst er hins vegar 68 ára. Hún komst í sviðsljósið vestan hafs og raunar um allan heim árið 1974. Hvers vegna?

6.  Frá hvaða landi kemur söngstjarnan Justin Bieber?

7.  Artemisarhofið í Efesus (sem nú er í Tyrklandi) var eitt af sjö undrum fornaldar. Það bann til grunna árið 356 f.Kr. og var þar að verki Herostratus nokkur. Hvað vakti fyrir brennuvarginum með þessu skemmdarverki?

8.  Í hvaða fræðigrein hefur Kristrún Frostadóttir próf?

9.  "Vertu ekki að plata mig, / þú ert bara að nota mig. / Ég er ekki eins og allar stelpurnar / sem hoppa’upp í bíla, með hverjum sem er.“ Hver söng þetta á undan öðrum hér á landi?

10.  Hvað hét kona grísku sagnahetjunnar Ódysseifs sem beið hans í 20 ár meðan hann tók þátt í Trójustríðinu og reyndi svo með erfiðismunum að komast heim til sín?

***

Seinni aukaspurning:

Hverjir eiga þennan fána?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Pottaskefill, Pottasleikir.

2.  Bretlandi.

3.  Lús. Þetta er raunar höfuðlús, sem er sérstök tegund, en lús dugar alveg eins og sér.

4.  Hún er kvikmyndaleikkona. „Kynbomba“ er líka rétt!

5.  Henni var rænt en gekk í lið með mannræningjunum. Meira þarf ekki til að fá stig.

6.  Kanada.

7.  Hann vildi verða frægur.

8.  Hagfræði.

9.  Sigríður Beinteinsdóttir.

10.  Penelópa.

***

Svör við aukaspurningum:

Fangarnir eru súffragettur. Þær börðust fyrir kosningarétti kvenna.

Á neðri myndinni er fáni Færeyinga.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár