Ingileif Friðriksdóttir segir að þegar hún var barn og unglingur hafi hún verið ansi góð í því að fela það hvernig henni leið. Hún segir að það hafi verið ákveðin eineltismenning í skólanum og að í nokkur ár eftir að hún hóf skólagöngu hafi hún oft verið skotspónn leiðinda frá strákunum í bekknum. „Þeim fannst fyndið að stríða mér því ég reyndi yfirleitt að standa upp fyrir sjálfri mér. Ég nefndi þetta einu sinni við kennara sem svaraði mér með því að „strákar stríða bara stelpum því þeir eru skotnir í þeim“. Og þar með var búið að normalísera leiðindi og niðurlægingu frá strákum; þeir væru nú bara svo skotnir í mér.“
Ingileif segir að þegar hafi liðið á skólagönguna hafi svo stelpuhópur innan bekkjarins farið að taka undir með strákunum. „Ég upplifði mig oft mjög eina. Ég átti vissulega vinkonur sem ég lék við en ég held að þegar …
Athugasemdir (3)